stjörnuspá

Ég les stjörnuspánna mína á mbl.is á hverjum degi og stundum er hún út í hött, en það kemur fyrir að hún er mjög sniðug!
Eins og núna í morgun, þá var stjörnuspáin mjög sæt. Hún passaði ekkert endilega við mig persónulega (en samt smá) heldur bara var eitthvað svo rétt:

Vog: Það er tilgangslaust að argast út í það sem er. Það veitir frelsi að sætta sig við hlutina. Til að öðlast hamingjuna, þarftu að elska raunveruleikann. 

En annars er bara allt gott að frétta, ég er orðin voða slöpp í að blogga og er varla að nenna því. Og ég nenni ekki að byrja að blogga aftur fyrr en ég er komin í gírinn, svo að bloggin verði ekki öll hundleiðinleg.
Búin að vera í nokkrum prófum undanfarið og fengið mjög gott út úr þeim öllum. Um helgina skrapp ég í Mosó. Fór svo í bíó á laugardaginn með Erlu og það var bara æði að hitta hana eftir laaaangan tíma!
Það er kominn snjór hérna hjá okkur í Keflavík og ekkert nema slæmt um það að segja. Langar ekkert að fá snjó. Sérstaklega þegar ég er einmitt með bíl í láni, þá get ég ekki nýtt mér það að vera með bíl=/
Það er reyndar eitt gott við það að það sé kominn snjór. Það þýðir að það eru að koma jól. Vá, hvað ég hlakka til jólanna, að komast heim í eyjuna fögru og hafaþað ótrúlega gott.

Jæja, nóg um jólin.. ég nenni þessu ekki lengur.
Tíminn er líka að byrja.

Svanhildur K. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gaman að fá smá blogg frá þér, ég hlakka svo mikið til að fá þig heim í eyjuna okkar fögru um jólin:) farðu varlega í umferðinni Svanhildur mín. Heyrumst í dag. Love you- múttan þín.

Mamma (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Jáá stjörnuspáin er skemmtileg

Takk fyrir hegina 

Embla Ágústsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:32

3 identicon

gaman að sjá þig líka svanhildur mín, og gaman að fá þig :) velkomin anytime;*

erla (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband