blogg segiði

Ég var að spá í að hætta með bloggið mitt og fara að blogga undir leyninafni. Þá getur maður sagt ALLT sem manni liggur á hjarta og fengið allskonar athugasemdir frá allskonar fólki. Ég er nefnilega að lesa bók sem heitir Petite Anglaise. Það er sönn saga konu sem flutti ung til Parísar og byrjaði lífið, og allskonar. Einn daginn ákveður hún svo að byrja að blogga og bloggar undir nafninu Petite Anglaise. Þetta er alveg frábær bók og ég hvet allar ungar dömur eins og mig til að lesa hana. Og kannski bara lesa bloggið hennar: http://www.petiteanglaise.com  

Petite Anglaise

Jáá gaman að þessu. Ég sem sagt átti inneignarnótu í Pennan Eymundsson eftir að ég skilaði fullt fullt af skólabókum seinasta vor og ég keypti mér þessa frábæru bók fyrir peninginn sem frúin í Pennanum gaf mér :) vei.

Það er reyndar allt gott að frétta af mér, ég er bara búin að vera hérna á krummaskuðinu mínu að rotna. Hehe, gaman að því. Ég fór reyndar í Mosó um seinustu helgi og hafði það rosa rosa gott. Hitti nokkra ættingja og það var bara gaman, ekki svo oft sem það gerist.

Svo fékk ég frábæra hugmynd á þriðjudaginn. Ég ákvað að flytja til Mosó!  Og ég hringdi í frænkur mínar og spurði hvort ég mætti búa hjá þeim og Gúa sagði það krúttlegasta í öllum heiminum: "Ég vil bara hafa þig sko!" Var ekkert smá ánægð að heyra það :)
En þetta endaði bara þannig að ég er að flytja frá Suðurbraut á laugardaginn. Ég verð til húsa í hamratanga það sem eftir er ársins og næstu annar og ætla að hafa það ótrúlega gott :)

Svosum ekki mikið meira í fréttum, nema ég var í prófi í morgun og það gekk bara vel. Er síðan er bara planið að fara að pakka niður á fullu í dag og á morgun og síðan tekur alvaran við.
Svo er reyndar Andrea mín að koma um helgina og ég ÆTLA að hitta hana eitthvað, þó það verði ekki nema smá :* Og eftir 2 vikur kemur Doddi!! veii, gaman gaman.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, ég er komin úr æfingu að blogga..þarf að fara að æfa mig.

Svanhildur Kristínardóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Ég hlakka svoooo til að fá þig!!!!!

Embla Ágústsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Þetta eru frábærar fréttir elskan :D
Hlakka til að sjá þig um helgina.
Væri alveg til í að lesa þessa bók ;o

bleess ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:27

3 identicon

Þetta eru yndislegar frænkur sem þú átt.
þú rúllar upp hverju prófinu á eftir öðru, ég er ferlega ánægð með þig:)
þessa bók væri gaman að lesa einhverntímann, þó ég sé ekki "ung dama"
Ég er að lesa bók sem heitir Glerkastalinn, endurminningar bandarískrar konu sem ólst upp við afar sérkennilegar kringumstæður og frjálslegt uppeldi, mæli með henni:)
Skelltu þér nú í pappakassana, love you og heyrumst á morgun. Múttan þín.

mamma (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband