1.nóvember

Ég er ekki að grínast, ég er komin í smá jólaskap. Eða kannski ekki jólaskap, meira svona farin að finna fyrir því hvað ég hlakka til jólanna. Og það er rosa góð tilfinning. Það er búið að setja jólaskraut og alls konar tré með ljósum fyrir utan helstu staði borgarinnar, smáralind, ikea og þetta. Ég held að það sé dáldið síðan það var gert og núna er "bara" 1.nóvember. Ég held að ég láti nægja að byrja að skreyta í desember, mögulega í lok nóvember.
Guð minn góður hvað Vörutorg er asnalegt, ég er með kveikt á því og það er beint fyrir framan mig ef ég lít upp af tölvuskjánum! Guuuð, þau eru að gera magaæfingar.. hvaað er vandamálið ?
Í augnablikinu er ég upp á Vallarheiði í rokinu að vinna í því að pakka niður. Ég er svo agalega léleg í að pakka niður og mér hreinlega leiðist það! En þetta verður maður víst að gera. Það kom mér á óvart hvað ég er með mikið dót, það er samt meiri hlutinn bara eitthvað smádót. Er ekki með neina stóra hluti. Vá, hvað verður gott að flytja í Mosfellsbæinn :) Það er svo gott að vera þar, hjá góða fólkinu.
Ég hef eiginlega ekkert um að blogga, langaði bara að láta vita af mér (halda áfram að þjálfa mig í að blogga) og drepa tímann meðan ég nenni ekki að pakka niður. Hah...
Vá, klukkan er að verða eitt! Þvotturinn sennilega tilbúinn til að fara í þurrkarann og allt að gerast.
Blogga betur næst.
Góða helgi 
Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Þetta er merkilegur dagur, dagurinn sem við Svanhildur bjuggum fyrst saman. Við munum minnast þessa dags um ókomna tíð

Embla Ágústsdóttir, 1.11.2008 kl. 19:05

2 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Hahahaha góður Embla, góður :D
En takk fyrir helgina stelpur ;*

Förum í jólaskap í desember, við skulum róa okkur hahah!

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 4.11.2008 kl. 12:29

3 identicon

Hæ elskan =D

vá hvað við þurfum að fara að heyrast oftar..

en já jólafílingur. ég er allveg með í því. þegar ég labba inn í búðir og sé allt jóladítið þá langar mer bara í jól nuna og byrja að skreita en ja það er full snemt..., en já....

verðum í bandi sæta og hafðu það gott ;**

Elín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband