no title

Jæja..
kominn tími á að ég tjái mig smávegis ? Hvar á ég að byrja? Allt ljómandi gott að frétta af mér, hef það ótrúlega gott (og enn betra) hér í Mosó hjá Emblu og co og bara gæti ekki liðið betur. "Skólinn" gengur vel og prófin náglast. Þau byrja reyndar í næstu viku og hvernig væri ef maður færi að huga að prófalestri? Held að það væri góð hugmynd. Þó maður hafi nú þurft að vera ansi kærulaus og latur í allt haust, þá held ég að það væri mjög skynsamt að lesa smá fyrir þessi próf. Maður veit ekkert við hverju maður á að búast.
En það eru semsagt nokkur próf í næstu viku og svo kemur viku"frí", verða einhverjir kennsludagar, og svo önnur vika með prófum. Síðan erum við að tala um að 11.desember er seinasta prófið mitt og 13.desember á ég flug norður á aaakureyri elskuna mína. Þá er planið að vera hjá Andreu um nóttina og hoppa svo út í eyju á sunnudeginum. Og vá hvað ég get ekki beðið eftir að komast í faðm fjölskyldunnar. Það verður alveg ótrúlega notalegt. Veit ekkert betra en að vera heima um jólin hjá mömmu,pabba og bræðrum og borða góðan mat og hafa það gott saman. Úff hvað ég er væmin.
Mig langar ekki að blogga um efnahagsmál, þið getið bara lesið um þau einhversstaðar annars staðar, það er nokkuð ljóst.
Ég er rosalega hugmyndasnauð um bloggefni í augnablikinu (er kannski of upptekin að einbeita mér að lærdómnum(í bubbles)) þannig ég ætla bara að segja þetta gott í bili. Kem með eitthvað betra næst :)
Vill einhver segja mér hvort það séu til jólamandarínur einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu? Ég er búin að leita um allt..fann einhverjar nokkrar í Nóatúni en þær voru ekkert spes..
ég kveð í bili

Svanhildur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Hehehe læra (bubbles) já.....

Mig langar líka í jólamandarínu 

Hlakka til að sjá þig  

Embla Ágústsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

iss þessar alvöru koma ekki í verslanir fyrir en í byrjun desember.. Alveg róleg elskan :D

En hlakka til að fá þig til mín elskan ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:28

3 identicon

Þeir mega ekki vera minni stafirnir hjá þér, miðaldra móðir þín þurfti að  taka niður brillurnar á meðan hún las:)

ég kaupi svoleiðis hauginn af mandarínum áður en þú kemur heim í kotið, ég veit hvað þú ert sólginn í þær:) Heyrumst í dag,
Love you múttan þín.

Mamma (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband