Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

bloggery

Ég hef ekkert að gera þannig ég ætla að blogga smá.
Að frétta af mér .. fór til Emblu sætu á fimmtudaginn og var hjá henni þangað til í dag. Ætlaði að fara með þessari blessuðu rútu frá BSÍ og á Keili, eða .. ég fór með rútunni og komst á leiðarenda í íbúðina mína.
En það tók samt sem áður smááá tíma!
Ég las það nefnilega þannig út á leiðarkerfinu fyrir þessa rútu að hún færi frá BSÍ kl.16:00 en þá átti hún víst að leggja af stað frá Keflavík þá. Allt í lagi með það, ég beið eftir henni og hún kom rétt að verða 5 og ég stökk út því ég hélt að hún færi bara um leið. En neiiinei kallinn fór inn, talandi í símann þannig ég náði ekkert að stoppa hann og spyrja hann út í þetta og kom ekkert aftur á næstunni!
Ég sat þarna úti og var orðin dááldið óþolinmóð þegar klukkan var orðin 17.30. Fór ég þá í afgreiðsluna og spurði hvort rútan færi ekki örugglega á Keili Í DAG?? Þau svöruðu játandi (með leiðindum samt, ótrúlega dónalegt fólk) en að hún færi kl.18:00!!
Ég beið sem sagt á þessari skítugu stoppistöð BSÍ í rúma tvooo tíma!!
En jæja, ég þarf víst að læra betur á þetta leiðarkerfi...
Annars er ég komin hingað á South Lane í góðum gír í lazy boy og hlakkandi til morgundagsins því þá byrjar skólinn. Ég er búin að bíða dáldið lengi og þetta er loksins að renna upp, loksins hefur maður eitthvað að gera :)
En svo ég segi ykkur nú einhverjar smá fréttir..
á laugardaginn fórum við Embla á tónleika á Domo með Heru Hjartar og það var reyndar ótrúlega gaman, hún er rosalega góð söngkona og ég sá sko ekki eftir að hafa drifið mig! =)
Það er líka bara ótrúlega kósý að fara á svona rólega og skemmtilega tónleika, sitja bara og hlusta og hafa það gott.
En þetta verður víst að vera svona stutt blogg í þetta skipti því ég man ekki hvað ég ætlaði að segja meira. Það var eitthvað meira en ég man það ekki.
Mig langar samt voða mikið að vita hver Edda er ?:D Ég er svo forvitin!!

Góða nóttGrin

Svanhildur Káta


Jákvæð.

Þetta orð ætla ég að stimpla inn í hausinn á mér það sem eftir er vetrarins.. eða kannski bara það sem eftir er ævinnar? Ég held að þetta sé eitt af þeim orðum sem allir ættu að muna um ævina. Það segja nefnilega allir að það verði allt svo miklu betra ef maður er jákvæður, það hjálpaði allavega íslenska landsliðinu í handbolta á verðlaunapall er það ekki?
Jákvæðnin ætlar allavega, vonandi, að skína af mér í vetur Grin Þýðir ekkert annað.
Jææja, ég ætla að byrja að blogga aftur af fullum krafti og leyfa ykkur sem eruð langt í burtu frá mér að fylgjast með mér hér á Nesinu! Þetta verður eflaust heljarinnar ævintýri fyrir mann, hlakka líka ekkert smá til að byrja á mánudaginn. Skólinn byrjar sem sagt hjá mér á mánudaginn, 1.september, og ég get ekki beeðið. En ég ætla að nýta tímann þangað til að sækja um vinnu og koma mér vel fyrir í íbúðinni minni.
Já, talandi um það! Ég var ekkert búin að segja frá íbúðinni.
Ég bý sem sagt í Suðurbraut 760 á annarri hæð. Íbúðin mín er bara nokkuð töff og ágætlega rúmgóð. Gæti alveg haldið ágætis innflutningspartý hérna! Hehe.
Hér er ég með riiisastóran ísskáp með frystiskáp og aaallt, örbylgjuofn, baðherbergi með baðkari og sturtuhaus, og klósetti líka sko. Svo er stofan og svefnherbergið svona sameinað, í "stofunni" er risa sjónvarpsskápur og pínulitla sjónvarpið mitt hverfur gjörsamlega þar inni, risa hillusamstæða einhver, risa skrifborð og risa lazy boy! Svo er rúmið mitt alveg ágætlega stórt (hélt sko að það væri bara 90cm, hahaha,lúðinn ég.. ) og svo risa náttborð.
ÚPS!! var næstum því búin að gleyma RISA speglinum sem er hérna og borð fyrir neðan hann og annar risa spegill á baðherbergishurðinni!! love it.
OG eitt annað.. TVÖ fataherbergi, annað notað sem geymsla. jee Cool
Jææja, ég er allavega búin að koma mér svona pínu fyrir hérna, þetta er alveg nokkuð kósý og ég hlakka til að sýna ykkur =) Það er sko skylda að heimsækja mig þegar þið komið í höfuðborgina, ekki svo langt til Keflavíkur! hehe..
Helgin var góð, mamma hjálpaði mér að koma mér smávegis fyrir og við versluðum svona það helsta sem mig vantaði í íbúðina. Svo var Doddi hérna fyrir sunnan líka og svo kvaddi ég þau með tárin í augunum á sunnudaginn :( EEEN þau koma brátt aftur.. Smile 
Svo á sunnudaginn fór ég til Emblu í Mosó og var hjá henni þangað til í dag, það var bara snilld eins og alltaf .. mússí takk fyrir mig :*
En, ég er orðin dáldið þreytt í fingrunum að skrifa og svo er sjónvarpsefnið farið að þynnast og rúmið farið að kalla dáldið hátt á mig svo ég ætla að fara að lúra :)
Góðar stundir, ég blogga vonandi fljótlega aftur..

Svanhildur K.


veit enga fyrirsögn :/

Jæja, þá er komið að því.
Svanhildur litla er að fara í stórborgina (eða næstum því) .. aalein. Guð pælið aðeins í þessu.
Á morgun er seinasti vinnudagirnn minn á Sjúkrahúsinu á Akureyri og ég sver að þetta er eitt af betri sumrum minnar tíðar! Þó að vinnan hafi ekki verið sú besta þá .. samt, þetta var reyndar frábær vinna. Gaman að kynnast öllu fólkinu og kynnast öllum deildunum þarna uppfrá. Reyndar upplifun útaf fyrir sig. En ég ætla nú samt að reyna að fá vinnu sem flugfreyja næsta sumar þó það sé freistandi að sækja aftur um í ræstingum á Sjúkrahúsinu.. hehe.
Kannski er ég komin með vinnu með skólanum.. kemur í ljós.
Ég fékk að hætta í vinnunni einum degi fyrr af því ég þarf að leggja mun fyrr af stað suður en ég átti von á, við mamma rúntum af stað bara á föstudagsmorguninn til að vera komnar til Keflavíkur fyrir 6 til að ná í lykla að sætu (vonandi), litlu (pottþétt) stúdíóíbúðinni minni.
Mig langar að fara á spænskunámskeið, held það sé ótrúlega gaman að kunna fullt af tungumálum.
Segi ég sem er að fara í flugfreyjunám og kann ensku púnktur. haha! nee segi svona.
En mig langar virkilega að fara bara á fullt af tungumálanámskeiðum og læra svo bara sjálfstætt svona smátt og smátt. Er það ekki doltið sniðugt?
Gæti verið dýrt.. veit samt ekki? Veit einhver hvað svona námskeið kosta?
Nenni ekki meira í dag, verð að fara að pakka þessu drasli ef ég ætla að flytja eftir 2 daga.. haha!

.. ég á samt eftir að sakna vma..smá :)

Svanhildur InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband