próf

Ég verð nú að vera alveg hreinskilin og segja að ég er ekki nógu sátt með það hve fáir setja athugasemdir við bloggin mín, a.m.k seinasta blogg. Ég hlýt að eiga fleiri en 2 lesendur ;) hehe
En ég ætla ekki að vera bitur, ég er svosum ekkert að gera þetta til að safna athugasemdum :)
Ég ætlaði aðeins að láta heyra í mér svona því ég er byrjuð í prófunum og vonandi fer allt á fullt í nokkra daga. Ég var í fyrsta prófinu í morgun, Passenger Handling and Communication, og það gekk bara ágætlega held ég. Á morgun er svo ekkert próf og næsta próf á miðvikudaginn sem er Fire&Smoke. Gaman að því!
Mamma kom til mín á fimmtudaginn og var þangað til á laugardag og það var alveg roosa gott að hafa hana í smá tíma, takk fyrir komuna mamma mín. Því miður gat hún bara komið ein í þetta skiptið en það er nú ekki svo langt þangað til ég fer norður og get knúsað allt hitt liðið!
Talandi um hitt liðið, í gærkvöldi fékk ég eitt beta sms sem hægt er að hugsa sér. Ég var semsagt stödd inni í litla herberginu mínu í gærkvöldi og sat við lærdóm (eða eitthvað annað, ég man það ekki alveg) þegar síminn titraði og bíbbaði á borðinu hjá mér. Ég varð auðvitað ótrúlega spennt og sá að þetta voru "hljóðskilaboð" og ekki fær maður þau á hverjum degi svo að ég varð ennþá spenntari!
Þetta var semsagt upptaka frá mömmu þar sem pabbi er að tala við Guðmar Gísla og segjast vera að fara og segir Bæ og þá segir Guðmar Gísli Bæ á móti :D og þetta var eitt það krúttlegasta sem ég hef heyrt!!!! Hann var ekkert að spara þetta og sagði bæ bæ bæ bæ alveg á fullu.
Svo hringdi mamma líka í dag og lét mig tala við Guðmar Gísla og hann sagði hæ og bæ! Krúttið mitt:*
Jæja, ég nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra. 
Reyndar langar mig að segja eitt.
Hvað finnst ykkur um að leigubílstjórar reyki í bílunum sínum ?? Mér finnst það ógeðslegt reyndar. Ég sá í dag leigubílstjóra keyra eitthvað og hún var með gluggann smáávegis opinn og reykti útum þetta litla op! Mér fannst það ógeðslegt. Því ef fólk reykir í bílunum hjá sér, hvort sem það er opinn gluggi eða ekki, þá verða bílarnir ógeðslegir og lykta mjööög illa.
Jæja, bitra Svanhildur er farin að gera ritgerð!

:)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Heyrðu reykjandi leigubílstjórar finnst mér óspennandi...

En hljóðupptökusmsið frá mömmu þinni var mjög spennandi, algjör dúlla 

Embla Ágústsdóttir, 24.11.2008 kl. 17:39

2 identicon

heyrðu ég les alltaf ..enda alltaf í tölvunni!

sjáumst bara ferskar í rútunni,uppáhalds staðnum minum

Lovísa (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Sniiðug þessi tækni í dag.. ;)
Ótrúlega gaman að fá svona örugglega..
Eeen gangi þér vel í prófunum og með ritgerðina elskan.
Hlakka til að sjá þig dúlla ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:26

4 identicon

Það var æðislegt að hitta þig ljúfan mín:) ég er að baka mömmukökur og hlusta á jólalög og hugsa um hvað ég hlakka til að fá þig heim, það styttist:)
love you múttan þín.

Mamma (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband