Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

blogg segiði

Ég var að spá í að hætta með bloggið mitt og fara að blogga undir leyninafni. Þá getur maður sagt ALLT sem manni liggur á hjarta og fengið allskonar athugasemdir frá allskonar fólki. Ég er nefnilega að lesa bók sem heitir Petite Anglaise. Það er sönn saga konu sem flutti ung til Parísar og byrjaði lífið, og allskonar. Einn daginn ákveður hún svo að byrja að blogga og bloggar undir nafninu Petite Anglaise. Þetta er alveg frábær bók og ég hvet allar ungar dömur eins og mig til að lesa hana. Og kannski bara lesa bloggið hennar: http://www.petiteanglaise.com  

Petite Anglaise

Jáá gaman að þessu. Ég sem sagt átti inneignarnótu í Pennan Eymundsson eftir að ég skilaði fullt fullt af skólabókum seinasta vor og ég keypti mér þessa frábæru bók fyrir peninginn sem frúin í Pennanum gaf mér :) vei.

Það er reyndar allt gott að frétta af mér, ég er bara búin að vera hérna á krummaskuðinu mínu að rotna. Hehe, gaman að því. Ég fór reyndar í Mosó um seinustu helgi og hafði það rosa rosa gott. Hitti nokkra ættingja og það var bara gaman, ekki svo oft sem það gerist.

Svo fékk ég frábæra hugmynd á þriðjudaginn. Ég ákvað að flytja til Mosó!  Og ég hringdi í frænkur mínar og spurði hvort ég mætti búa hjá þeim og Gúa sagði það krúttlegasta í öllum heiminum: "Ég vil bara hafa þig sko!" Var ekkert smá ánægð að heyra það :)
En þetta endaði bara þannig að ég er að flytja frá Suðurbraut á laugardaginn. Ég verð til húsa í hamratanga það sem eftir er ársins og næstu annar og ætla að hafa það ótrúlega gott :)

Svosum ekki mikið meira í fréttum, nema ég var í prófi í morgun og það gekk bara vel. Er síðan er bara planið að fara að pakka niður á fullu í dag og á morgun og síðan tekur alvaran við.
Svo er reyndar Andrea mín að koma um helgina og ég ÆTLA að hitta hana eitthvað, þó það verði ekki nema smá :* Og eftir 2 vikur kemur Doddi!! veii, gaman gaman.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, ég er komin úr æfingu að blogga..þarf að fara að æfa mig.

Svanhildur Kristínardóttir 


stjörnuspá

Ég les stjörnuspánna mína á mbl.is á hverjum degi og stundum er hún út í hött, en það kemur fyrir að hún er mjög sniðug!
Eins og núna í morgun, þá var stjörnuspáin mjög sæt. Hún passaði ekkert endilega við mig persónulega (en samt smá) heldur bara var eitthvað svo rétt:

Vog: Það er tilgangslaust að argast út í það sem er. Það veitir frelsi að sætta sig við hlutina. Til að öðlast hamingjuna, þarftu að elska raunveruleikann. 

En annars er bara allt gott að frétta, ég er orðin voða slöpp í að blogga og er varla að nenna því. Og ég nenni ekki að byrja að blogga aftur fyrr en ég er komin í gírinn, svo að bloggin verði ekki öll hundleiðinleg.
Búin að vera í nokkrum prófum undanfarið og fengið mjög gott út úr þeim öllum. Um helgina skrapp ég í Mosó. Fór svo í bíó á laugardaginn með Erlu og það var bara æði að hitta hana eftir laaaangan tíma!
Það er kominn snjór hérna hjá okkur í Keflavík og ekkert nema slæmt um það að segja. Langar ekkert að fá snjó. Sérstaklega þegar ég er einmitt með bíl í láni, þá get ég ekki nýtt mér það að vera með bíl=/
Það er reyndar eitt gott við það að það sé kominn snjór. Það þýðir að það eru að koma jól. Vá, hvað ég hlakka til jólanna, að komast heim í eyjuna fögru og hafaþað ótrúlega gott.

Jæja, nóg um jólin.. ég nenni þessu ekki lengur.
Tíminn er líka að byrja.

Svanhildur K. 


tja

Mig langar ekki að blogga alveg strax.

Ég ætla að taka smá pásu í þessu..

nokkra daga kannski? Ekkert of langt

Góða helgi!

Svanhildur Kristínardóttir 


þakklát

Ég hugsa oft hvað er mikilvægt að vera þakklátur.
Það er svo margt sem maður hefur, ég gleymi oft að hugsa til þess hvað ég hef það gott. Auðvitað koma tímar þar sem maður er pirraður og fúll út í einhvern/eitthvað en samt sem áður er alltaf einhver sem stendur við bakið á manni. Og einhvern veginn gleymir maður að hugsa út í það því maður er svo upptekinn af því að hugsa um hvað maður er pirraður út í hitt eða þetta. Maður hugsar oft bara um sjálfan sig á svona stundum.
En maður á ekki að gera það.
Maður á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og njóta lífsins í samræmi við það. Lífið er ekki alltaf dans á rósum en samt höfum við það svo gott. Það er bara svoleiðis.
Ok, ég ætla ekki að vera svona væmin lengur.
Helgin var æðisleg og það var svo gott að fá mömmu,pabba,reyni,guðmar gísla ooog síðast en ekki síst dodda í heimsókn. Ég eyddi helginni í faðmi þeirra og það var bara yndislegt. Afmælisdagurinn var frábær og ég hef eiginlega ekkert nema gott að segja um hann:)
Ég vil enda þetta stutta blogg á því að þakka öllum fyrir helgina og þakka öllum fyrir frábærar kveðjur á afmælinu:)
Þið eruð mér allt Heart

Svanhildur Kristínardóttir ástfangna.. 


Gúa dreki

Já, það er sambýlisblómið mitt. Það er Drekablóm og heitir Gúa dreki afþví að Gúa besta frænka mín gaf mér það í "innflutingsgjöf" hehe! Það var mega krúttlegt af henni. Gúa dreki stækkar og stækkar og kannski verður hann orðinn jafn stór og ég einhvern daginn! Aldrei að vita...
Annars er bara allt gott að frétta.
Fór í próf í dag í Fire and Smoke.. gekk bara vel. Svo fékk ég út úr World of Aviation prófinu sem ég fór í á mánudaginn og ég fékk 9.0! Bara ánægð með það.
Ég er svosum ekki búin að gera mikið síðan síðast. Reyndar á mánudaginn vorum við búin í skólanum um hádegi og ég hafði EKKERT að gera. Þannig ég ákvað að skella mér í rútuna og bruuuna til Reykjavíkur. Ég fór til Emnblu og gisti hjá henni um nóttina og það var bara voða voða næs:)
Svo fór ég bara með rútunni um morguninn og mætti ELDFERSK í skólann, nooot! Vá hvað er orðið KALT á Íslandi.. ég er ekki að fíla það. Og það er líka alltaf rok hérna á Nesinu og þá er alltaf miklu kaldara...

En svona er þetta..
mamma,pabbi og bræður koma suður á morguuun :D en ég hitti þau bara á föstudaginn því ég er að VINNA annað kvöld. ég get ekki beðið eftir helginni hún á eftir að verða svooo skemmtileg því ég á svo góða að :) frábæra fólk..
ég er samt alveg að sofna og þetta blogg er eiginlega komið út í bull, þannig ég ætla bara að segja þetta gott í bili. kem með eitthvað betra blogg bráðlega. eða bara eftir helgina frábæru:)

góðar stundir :*

Svanhildur 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband