Gúa dreki
2.10.2008 | 00:33
Já, það er sambýlisblómið mitt. Það er Drekablóm og heitir Gúa dreki afþví að Gúa besta frænka mín gaf mér það í "innflutingsgjöf" hehe! Það var mega krúttlegt af henni. Gúa dreki stækkar og stækkar og kannski verður hann orðinn jafn stór og ég einhvern daginn! Aldrei að vita...
Annars er bara allt gott að frétta.
Fór í próf í dag í Fire and Smoke.. gekk bara vel. Svo fékk ég út úr World of Aviation prófinu sem ég fór í á mánudaginn og ég fékk 9.0! Bara ánægð með það.
Ég er svosum ekki búin að gera mikið síðan síðast. Reyndar á mánudaginn vorum við búin í skólanum um hádegi og ég hafði EKKERT að gera. Þannig ég ákvað að skella mér í rútuna og bruuuna til Reykjavíkur. Ég fór til Emnblu og gisti hjá henni um nóttina og það var bara voða voða næs:)
Svo fór ég bara með rútunni um morguninn og mætti ELDFERSK í skólann, nooot! Vá hvað er orðið KALT á Íslandi.. ég er ekki að fíla það. Og það er líka alltaf rok hérna á Nesinu og þá er alltaf miklu kaldara...
En svona er þetta..
mamma,pabbi og bræður koma suður á morguuun :D en ég hitti þau bara á föstudaginn því ég er að VINNA annað kvöld. ég get ekki beðið eftir helginni hún á eftir að verða svooo skemmtileg því ég á svo góða að :) frábæra fólk..
ég er samt alveg að sofna og þetta blogg er eiginlega komið út í bull, þannig ég ætla bara að segja þetta gott í bili. kem með eitthvað betra blogg bráðlega. eða bara eftir helgina frábæru:)
góðar stundir :*
Svanhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
“Don't you ever wonder maybe if you took a left turn instead of a right you could be someone different?”
27.9.2008 | 23:58
vá. afhverju get ég ekki bara skilið að það er ekki skylda að vaka frameftir um helgar ??
mér finnst ég alltaf vera að missa af einhverju.
t.d núna var ég búin að vinna fyrir um klukkutíma og ég var viðbjóðslega þreytt eftir vinnuna, nennti ekki einu sinni í bað, svo að ég kom mér fyrir uppi í rúmi með tölvuna í fanginu. og núna þegar ég hef ekkert að gera í tölvunni lengur þá vil ég ekki fara að sofa því klukkan er "bara" hálf 12. en neinei, svanhildur litla heldur að hún sé að missa af einhverju ef hún fer að sofa núna ! ohh týpíst..
jææja ég ætla samt að reyna að fara að lúra eftir smá.
annars var brjálað að gera í vinnunni í dag og allir geðveikt pirraðir því að keflavík tapaði bikarleik eða eitthvað svoleiðis.
á morgun verður maður að vera duglegur að lææra fyrir próf sem eru eftir helgi! fjúff..
svo á fimmtudaginn koma mamma,pabbi og bræður suður, það verður gegggjaað. og svo á föstudaginn kemur doddi!! það verður líka geggjað.
svoo á ég afmæli eftir viku JEI..!
ég sagði það í seinasta bloggi líka ég veit.
en ég ætla að fara að reyna að sofna EIN í rúminu mínu, eins og alltaf reyndar, neeema á föstudaginn verð ég ekki ein :) víí hvað ég hlakka til !
svanhildur k.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
tyggjó
23.9.2008 | 21:08
Blása kúlu gaman er
ekki er það töff
betra er að borða ber
og fá sér nokkur köff
Ætti ég að leggja þetta fyrir mig ? Ég veit allavega hvað rímar og hvað ekki, meira að segja smá stuðlar og höfuðstafir þarna.. eða ekki ?
Annars var ég bara að koma úr vinnunni og er á leiðinni í bað svona hvað á hverju.
Það var frí í skólanum í gær og það var sweet. Gerði reyndar ekkert merkilegt, var bara heima allan daginn að horfa á Sex and the city sem er mjöög gaman! Og voða þægilegt að fá svona einn frídag, híhí.
Svo var skóli í dag og mig langaði svo ekki að fara út í þetta skítaveður! Það er í alvörunni búið að vera skítaveður hérna síðan ég kom.....! Er ekki að fíla það. Alltaf blautt og rok =(
En svona er þetta víst, þetta valdi maður fram yfir blíðuna á Akureyri!
Annars gengur bara vel í skólanum og allt frábært............
Eins og þið ættuð nú að vita þá fór ég norður á föstudaginn. Ég flaug til Akureyrar um kvöldið og mamma, Reynir og Doddi komu á flugvöllinn og sóttu mig. Ótrúlega gott að sjá þau öll.
Svo fórum ég, mamma og Reynir út í eyju um kvöldið og þar biðu mín fleiri yndi:)
Ég hafði það rooosa gott um helgina og gat knúsað Guðmar Gísla alveg í tætlur og vá hvað var gott að sjá hann !!!
Á sunnudaginn fór ég síðan aftur til Akureyrar því ég átti flug suður um kvöldið. Ég byrjaði á því að hitta Dodda og svo hittum við Siggu,Elínu,Andreu, Björgvin og Óla og það var bara rooosa gaman :) Ótrúlega gott að sjá ykkur stelpur mínar
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili því ég þarf að drífa mig í bað og setja í vél og svona.
Ég á bráðum afmæli og verð 19 ára.. það er ekkert merkilegt samt !=(
Jæja.. bless
Svanhildur Kristínardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Never look down on anybody unless you're helping him up
16.9.2008 | 23:50
Semsagt, það er brjálað veður!!
Við eurm að tala um STORM í aðsigi. Einhver talaði um að þetta væri Ike? Jæja, mér er sama hvað vindurinn heitir, hann er ekki sniðugur. Ég veit ekkert verra en mikinn vind.. ég verð einfaldlega bara skíthrædd. En mjöög lítið sem maður getur gert í því, því miður. Það er bara eins gott að þetta verði allt saman búið á föstudaginn því þá á ég flug norður ! Ég verð ekki hress ef því seinkar eða eitthvað=(
Jæja, þriðjudagur í dag. Fór í Bónus í dag með Margréti og verslaði heeeelling!
Gott að eiga fullt af mat.
Vinna á morgun, próf á fimmtudaginn! Ég er að spá í að taka mat með mér í skólann og vera bara í skólanum í hádeginu og læra fyrir prófið þar sem ég á ekki eftir að nenna því eftir vinnu á morgun. Svo reynir maður að skoða þetta eitthvað eftir skóla á morgun.
Í þessu prófi eigum við að læra nokkrar skammstafanir og hugtök! Þetta er smá erfitt en gaman =)
Já, svo ég segi kannski frá amstri dagsins..
mér tókst að læsa mig úti í fyrsta skipti í veru minni á Suðurbraut. Og við erum að tala um að ég kom heim í hádeginu og var roooosa hissa að kortalykillinn var ekki í veskinu mínu! Ég fór að brasa að reyna að hringja í Keili skrifstofuna en neinei, þau þurfa öll að vera í hádegismat á SAMA tíma í klukkutíma í einu!! Svo að Margrét bauð mér í hádegismat og ég reddaði þessu þegar við komum heim úr Bónus. En vandamálið er að það kostar FJÖGUR þúsund að fá einn lítinn kall til að koma á ljóta bílnum sínum, labba upp stigann hjá mér og opna íbúðina mína með nákvæmlega eins korti og ég á (pínulítið, hvítt, flatt og ljótt kort sem er ekkert mál að framleiða) og labba svo í burtu niður í ljóta bílinn sinn og fara aftur í plebba vinnuna sína.
Ein bitur, haha!
En í alvöru, ég sé pínu eftir þessum 4 þúsund kalli bara afþví að ég var dáldið utan við mig í eitt skipti. Svo kom ég heim og þá fann ég hvorugt kortið! hahahaha, ég hugsaði bara óóó sjitt hvar eru þau !! Ég leitaði smá og fann þau svo í sitt hvorri peysunni inni í fataherbergi. Gáfulega ég, ég fór aðeins í ræktina í gær með Guggu og tók einungis símann minn og kortið af íbúðinni með. Gleymdi svo að taka það úr ræktarpeysunni. Svo í gærkvöldi var ég að þvo allskonar þvott og þurfti alltaf að fara útúr íbúðinni að tékka á vélinni og var í annarri peysu og geymdi kortið alltaf í vasanum þegar ég fór út og þar var það enn. Haha!
Já, þetta er kannski farið að verða frekar langt blogg þannig ég segi þetta bara gott í bili.
Ég ætla að fara að koma mér fyrir í rúminu og hlusta á fallega vindinn hvína á húsinu mínu.. Ohh, svo yndislegt..... NOT!
Bestu kveðjur,
Svanhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
back to basics
15.9.2008 | 16:55
Jæja, þá er smá tími til að blogga. Er búin að vera að keyra á milli Hveragerðis og Keflavíkur eins og glöggir lesendur vita. En því er lokið, sem betur fer eiginlega, var orðin ansi þreytt á því. En Doddi fór semsagt norður í gær :( Hann fór með flugi í hádeginu í gær og það var bara ekkert gaman.
En svona er þetta, ég fæ reyndar að hitta hann fljótt aftur. Í morgun var ég nefnilega að kíkja á hotmailið mitt og þá var ég búin að fá póst frá Flugfélagi Íslands, skráði mig í netklúbbinn hjá þeim, þar sem þau voru að tilkynna flugmiða á tilboði næstu daga! Ég fór bara beiiint inn á flugfelag.is og tékkaði með helginni nk. og VITI MENN, ég fékk miða fram og til baka á 10.980!! Það er mjög vel sloppið :D Og ég ætla semsagt að fara á föstudagskvöldið og mamma nær í mig, ætla svo að vera útí eyju um helgina:) Váá hvað það verður noooootalegt og ég get ekki beðið!!!
Hlakka svo til að hitta ykkur öll
Reyndar var ég búin að ákveða að hitta Embluna mína og ég er að beila feitast á henni:( en ég veit að hún á eftir að fyrirgefa mér það þessi elska :* Ég bæti þér það upp seinna ástarbolla!
Emm...fór í skólann í morgun og það var fínt, fór labbandi í 2.skiptið og það byrjaði bara allt í einu einhver HELLIdemba og ég var reeeennandiblaut á hægri hliðinni :( Ekki gaman..
Held ég verði að fá mér regngalla því það rignir nánast á hverjum degi hérna.
Ég fór í ræktina áðan með Guggu, það var fínt! Gerðum reyndar ekkert svakalega mikið, vorum meira bara svona að skoða, vorum í svona fríum prufutíma! Ætli maður fái sér svo ekki bara kort svomaður geti tekið aðeins á í vetur...
Jæja, ég læt þetta gott heita!
Svanhildur Kristínardóttir sem hlakkar svo til föstudagsins!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
eitt fyrir sturtuna
12.9.2008 | 15:53
Já, það hefur allt verið að gerast núna undanfarna daga. Ég er búin að vera meira og minna í Hveragerði hjá Dodda að hjúkra honum greyinu. Hehe! Tengdó voru svo yndisleg að lána mér bíl svo ég gæti keyrt á milli. En þetta er bara búið að vera fínt..
Doddi er að skána, finnur aðeins til afþví bólgurnar eru að hjaðna og eitthvað. Hann ætlar norður á sunnudaginn og vonandi gengur það upp hjá honum að bjarga sér þarna heima hjá sér en það eru tveir skuggalegir stigar til að komast inn til hans! Ekki alveg að sjá þetta fyrir mér...verst er að geta ekki bara farið með honum til að hjálpa honum.
En svona er þetta, það er ekki allt gefið.
Reyndar væri ég ótrúlega mikið til í að fara norður núna. Er farin að sakna allra svo mikið! Úff, hvernig verð ég í vetur ?? Vona að ég komist norður fljótlega eftir að jólafríið byrjar. Kannski lendir maður í einhverri vinnu, en vonandi ekki. Frekar vil ég fara heim og hitta fjölskylduna. Þó maður hefði reyndar gott af smá pening. Hehe.
En skólinn er byrjaður á fullu, meira að segja komið heimanám og allt !! össs..
Get samt ekki sagt að það sé brjálað að gera, en ég er semsagt komin með vinnu á Langbest. Það er mjöög fínt að vinna þar, enn sem komið er :) Var á fyrstu vöktunum mínum á Ljósanótt og þá var náttúrulega brjálað. En þetta er samt mjög fínt, skemmtilegt fólk að vinna og svona. Tvær stelpur úr flugfreyjunni meira að segja, ekki slæmt það :) En ég er semsagt að fara að vinna núna kl.18 og ætla semsagt að drífa mig í sturtu fyrir það.
Ætlaði samt bara að hafa þetta stutt í þetta skiptið.
Hef líka ekkert mikið meira að segja.
Svanhildur Kristínardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jáááá!!
7.9.2008 | 23:42
Þetta er sem sagt gamla fallega súkkan hans Dodda sem liggur þarna í rústum eftir mótorhjólaslys sem hann lenti í, í gærkvöldi. Þetta var svaaakalegt!
Ég var í vinnunni, á annarri vaktinni minni hjá Langbest 2 og gekk það svosum ágætlega nema þegar Doddi hringir í mig þá er hann staddur í sjúkrabíl á leiðinni á landspítalann í Fossvogi. Þetta var dramatískt og ég ætla ekkert að fara út í smáatriði. En elsku ástin mín slapp sem betur fer með minniháttar meiðsli (ökkla- og viðbeinsbrot, e-r tognun í mjöðm og puttum og mar hér og þar) og ég þakka guði fyrir það á hverjum degi!! Og ég þakka Dodda sjálfum líka bara fyrir að vera gáfaður og vera gallaður frá toppi til táar því það bjargaði gjörsamlega lífi hans!
Vinur hans, sem var á hinu hjólinu, þessu bláa lengra í burtu, slapp líka ótrúlega vel en fékk hinsvegar einhver fleiri og verri brot en Doddi. Þeir voru hinsvegar báðir tveir alveg ótrúlega heppnir!
Eins og sjá má á myndinni myndi maður ekki halda að maðurinn sem lenti í þessu væri "bara" ökkla- og viðbeinsbrotinn .. Þetta er svakalegt. Maður sem er vel að sér í mótorhjólageiranum gæti örugglega ekki sagt hvernig hjól þetta væri ! Eða ég svo sum veit það ekki;) hehe..
Ennnn ég ætlaði nú ekki að hafa þetta lengra í bili.. vildi bara aðeins tjá mig um þetta mál:)
Takk fyrir mig og góða nótt!
Mig langar að segja einhverja mega væmna setningu um það hvað ég er þakklát að Doddi sé ekki verr haldinn og hvað mér þykir vænt um hann en ég veit að það fellur ekki í kramið hjá lesendum :') hahaha
Svanhildur Kristínardóttir
Mótorhjólaslys á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
do you remember
1.9.2008 | 23:05
Ég vildi bara koma með smá blogg svona í tilefni þess að mér leiðist.
Fyrsti skóladagurinn var í dag, byrjaði svo vel að ég ætlaði aldrei að finna húsið þar sem við áttum að mæta, vel gert Svanhildur!
En þetta varð allt betra þegar ég komst loksins á staðinn.
Dagurinn var rooosalega góður og ég er miiklu meira en ótrúlega spennt að byrja þetta nám og þetta er bara mjög áhugavert. Fyrri partur dagsins fór í að kynnast náminu og kennurum, og svo eftir hádegi fórum við í hópefli hjá Capacent. Það var bara snilld, fórum í allskonar leiki og kynntumst hvor annarri ágætlega, hehe.
Það var semsagt frekar mikil þreyta í gangi hjá mér eftir skóla, freekar mikil. Ég var aalveg að sofna hérna heima en vildi ekki sofna svo ég gæti farið snemma að sofa í kvöld þannig í fór út að hjóla =) Fékk mér einn hjólahring og kom við í búðinni, þar keypti ég eitthvað sull sem kostaði um 1000 kall, og ég var bara með 1000 kall á mér. Málið var að ég ætlaði að fá poka undir þetta sull og þegar konan var búin að stimpla inn allt sullið OG pokann þá kostaði þetta 1000 og EINA KRÓNU!!!! ég sagði eitthvað; "Æjh, ég er ekki með nóg" (og skilaði pokanum, bara af kurteisi). Og hún gaf mér til baka 14 krónur! Sérstakt!! Hefði ekki verið gáfulegra að gefa mér þessa einu helv... krónu og græða þar 13 krónur? :D ahahhaa.. En ég bjargaði mér og setti allt sullið í tvo svona litla glæra poka. Það slapp heim, ég á líka bara heima beint fyrir aftan búðina. En mér fannst þetta dáldið fyndið :)
Hefur einhver heyrt um heræfingarnar sem eru hérna uppá velli ? Það er allavega ótrúlega fyndið að sjá hermenn hérna spriklandi um Þetta er alvöru sko, hermannabúningar og meira að segja svona hermannahattar.. æ svona eins og Emil í Kattholti var alltaf með, nema bara í hermannalit! Ótrúlega töff.. hehe. Svo eru engin SMÁÁÁ læti í þessum herflugvélum, váá! Og ekkert smá fyndið að sjá þær uppí loftinu, fara svo óóótrúlega hratt, manni finnst bara eins og það sé fugl að fljúga bara rétt hjá manni en þá er flugvélin þarna leeengst í burtu, sko á ljóshraða! Fyndið.
En ég hef svosem ekkert meira að segja í daag, langaði bara aðeins að segja frá deginum því hann var fráábær! Og á morgun förum við í rútuferð ... hehe! Veit ekki meir...
En ég ætla bara að bjóða góða nótt í bili.
Svanhildur Kristínardóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
bloggery
31.8.2008 | 22:43
Ég hef ekkert að gera þannig ég ætla að blogga smá.
Að frétta af mér .. fór til Emblu sætu á fimmtudaginn og var hjá henni þangað til í dag. Ætlaði að fara með þessari blessuðu rútu frá BSÍ og á Keili, eða .. ég fór með rútunni og komst á leiðarenda í íbúðina mína.
En það tók samt sem áður smááá tíma!
Ég las það nefnilega þannig út á leiðarkerfinu fyrir þessa rútu að hún færi frá BSÍ kl.16:00 en þá átti hún víst að leggja af stað frá Keflavík þá. Allt í lagi með það, ég beið eftir henni og hún kom rétt að verða 5 og ég stökk út því ég hélt að hún færi bara um leið. En neiiinei kallinn fór inn, talandi í símann þannig ég náði ekkert að stoppa hann og spyrja hann út í þetta og kom ekkert aftur á næstunni!
Ég sat þarna úti og var orðin dááldið óþolinmóð þegar klukkan var orðin 17.30. Fór ég þá í afgreiðsluna og spurði hvort rútan færi ekki örugglega á Keili Í DAG?? Þau svöruðu játandi (með leiðindum samt, ótrúlega dónalegt fólk) en að hún færi kl.18:00!!
Ég beið sem sagt á þessari skítugu stoppistöð BSÍ í rúma tvooo tíma!!
En jæja, ég þarf víst að læra betur á þetta leiðarkerfi...
Annars er ég komin hingað á South Lane í góðum gír í lazy boy og hlakkandi til morgundagsins því þá byrjar skólinn. Ég er búin að bíða dáldið lengi og þetta er loksins að renna upp, loksins hefur maður eitthvað að gera :)
En svo ég segi ykkur nú einhverjar smá fréttir..
á laugardaginn fórum við Embla á tónleika á Domo með Heru Hjartar og það var reyndar ótrúlega gaman, hún er rosalega góð söngkona og ég sá sko ekki eftir að hafa drifið mig! =)
Það er líka bara ótrúlega kósý að fara á svona rólega og skemmtilega tónleika, sitja bara og hlusta og hafa það gott.
En þetta verður víst að vera svona stutt blogg í þetta skipti því ég man ekki hvað ég ætlaði að segja meira. Það var eitthvað meira en ég man það ekki.
Mig langar samt voða mikið að vita hver Edda er ?:D Ég er svo forvitin!!
Góða nótt
Svanhildur Káta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jákvæð.
26.8.2008 | 23:44
Þetta orð ætla ég að stimpla inn í hausinn á mér það sem eftir er vetrarins.. eða kannski bara það sem eftir er ævinnar? Ég held að þetta sé eitt af þeim orðum sem allir ættu að muna um ævina. Það segja nefnilega allir að það verði allt svo miklu betra ef maður er jákvæður, það hjálpaði allavega íslenska landsliðinu í handbolta á verðlaunapall er það ekki?
Jákvæðnin ætlar allavega, vonandi, að skína af mér í vetur Þýðir ekkert annað.
Jææja, ég ætla að byrja að blogga aftur af fullum krafti og leyfa ykkur sem eruð langt í burtu frá mér að fylgjast með mér hér á Nesinu! Þetta verður eflaust heljarinnar ævintýri fyrir mann, hlakka líka ekkert smá til að byrja á mánudaginn. Skólinn byrjar sem sagt hjá mér á mánudaginn, 1.september, og ég get ekki beeðið. En ég ætla að nýta tímann þangað til að sækja um vinnu og koma mér vel fyrir í íbúðinni minni.
Já, talandi um það! Ég var ekkert búin að segja frá íbúðinni.
Ég bý sem sagt í Suðurbraut 760 á annarri hæð. Íbúðin mín er bara nokkuð töff og ágætlega rúmgóð. Gæti alveg haldið ágætis innflutningspartý hérna! Hehe.
Hér er ég með riiisastóran ísskáp með frystiskáp og aaallt, örbylgjuofn, baðherbergi með baðkari og sturtuhaus, og klósetti líka sko. Svo er stofan og svefnherbergið svona sameinað, í "stofunni" er risa sjónvarpsskápur og pínulitla sjónvarpið mitt hverfur gjörsamlega þar inni, risa hillusamstæða einhver, risa skrifborð og risa lazy boy! Svo er rúmið mitt alveg ágætlega stórt (hélt sko að það væri bara 90cm, hahaha,lúðinn ég.. ) og svo risa náttborð.
ÚPS!! var næstum því búin að gleyma RISA speglinum sem er hérna og borð fyrir neðan hann og annar risa spegill á baðherbergishurðinni!! love it.
OG eitt annað.. TVÖ fataherbergi, annað notað sem geymsla. jee
Jææja, ég er allavega búin að koma mér svona pínu fyrir hérna, þetta er alveg nokkuð kósý og ég hlakka til að sýna ykkur =) Það er sko skylda að heimsækja mig þegar þið komið í höfuðborgina, ekki svo langt til Keflavíkur! hehe..
Helgin var góð, mamma hjálpaði mér að koma mér smávegis fyrir og við versluðum svona það helsta sem mig vantaði í íbúðina. Svo var Doddi hérna fyrir sunnan líka og svo kvaddi ég þau með tárin í augunum á sunnudaginn :( EEEN þau koma brátt aftur..
Svo á sunnudaginn fór ég til Emblu í Mosó og var hjá henni þangað til í dag, það var bara snilld eins og alltaf .. mússí takk fyrir mig :*
En, ég er orðin dáldið þreytt í fingrunum að skrifa og svo er sjónvarpsefnið farið að þynnast og rúmið farið að kalla dáldið hátt á mig svo ég ætla að fara að lúra :)
Góðar stundir, ég blogga vonandi fljótlega aftur..
Svanhildur K.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)