Týpíst
9.4.2008 | 15:46
Hæhæ, ég sé að fólk er duglegt að commenta á nýja bloggið mitt. Embla án efa kröftug í að kvitta! En allavega, ég ætlaði bara að koma með smá svona fréttablogg. Svo ég byrji nú á þessu týpíska umræðuefni. Ég er ekkert smá ánægð með veðrið sem er búin að vera hér á Akureyri undanfarna daga, reyndar frekar kalt síðustu tvo en nánast engin snjókoma sem ég er mjög sátt við. Mér finnst alveg vera kominn tími á smá vor í loftið! Og það fékk ég um helgina, laugardagurinn og sunnudagurinn voru geeðveikir, það var bara steikjandi sól og allt brjálað. Fór meira að segja í sund báða dagana og það var þvílíkt nice, fyrir utan alla litlu krakkana sem völdu að hoppa ofan í pottinn nákvæmlega akkúrat þar sem við sátum. Flott!
En annars er bara fátt að frétta, stutt í prófin og þá meina ég ekkert smá stutt!! Þið trúið þessu bara ekki, það eru ca. þrjár vikur í að þetta skelli á. En það verður sko miklu meira en noootalegt! mmh.. get ekki beðið eftir sumarfríinu. Talandi um sumarið, ég er að fara í viðtal á MORGUN á Hólmasól og ég vona svo innilega að ég fái vinnuna þar. Annars var hringt í mig frá FSA í fyrradag og spurt mig út í einhverja hluti og svo sögðust þau ætla að heyra í mér þannig ég veit ekki með það. En ef ég fæ vinnuna á morgun á Hólmasól þá ætla ég sko klárlega að taka hana.
Og ég er sko mjög spennt að fara í þetta viðtal.
Reyndar smá vandamál, ég held að ég sé komin með einhverja pestardruslu. Alveg týpíst afþví ég er að fara í viðtal á morgun þar sem ég vil vera mjög fín og sæt. Neinei, ég mæti bara í náttfötum og með hárið út í loft og fárveik. Vá hvað það væri aðlaðandi! Neiinei, ég vona að þetta sé ekki eitthvað mikið. Annars ætla ég að fara að leggja mig núna og ath hvort ég nái að hrista úr mér pestina. Svo er bara að hella sér í námsbækurnar, próf á morgun og föstudaginn.
Vá, ég gleymdi að minnast á aðaldæmið!
Söngkeppni framhaldsskólanna er um helgina, á laugardaginn nánartiltekið, og ég ætla að fara =) Ég hlakka svoo til afþví þetta var svo skemmtilegt síðast, vona að það verði jafn gaman núna. En allir sem vilja mæta, drífa sig að kaupa miða, það er takmarkaður fjöldi!! Go go go!
Jæja, ég er farin að leggja mig:)
Svanhildur -svo vil ég sá athugasemdir!
Athugasemdir
sæta sæta svanhildur mín :D (jafnvel þó að þú sért veik!)
flott síða hjá þér! ánægð með það að þú sért farin að blogga aftur;) er hinsvegar ekki jafn ánægð með það að þú sért lasin :( en endilga láttu mig vita ef að það er eitthvað sem að ég get gert fyrir þig :P þú sentist nú út og suður að finna paratabs fyrir mig þegar ég lá niðri um daginn :D
og já ég er alveg sammála þér:P það var glæsilegt veður um helgina og það var svo best að fara í sund! fyrir utan öll litlu hoppandi börnin!
ÆJ FOKK SVANHILDUR!! VIÐ GLEYMDUM DAVÍÐ Í RENNIBRAUTINNI =O trúi þessu ekki! við gleymum honum alltaf!!
en sæta mín ég ætla að reyna að komast á söngvakeppnina um helgina og ég veit að þú munt rústa þessu viðtali ;)
svanhildur svanhildur you're the man if you can't do it no one can! ;)
en sæta þetta er orðið mjög langt! ætla að fara í sturtu því að ég er ógeð!! láttu þér batna :*:*:*
p.s. ég ætla að vera geðveikt duglega að kommenta ;)
Elsa (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:57
hæææ elskan :D;*
Ég ætlaði að fara commenta á fyrsta bloggið en þá var bara komið nýtt blogg þannig hahaha.. En já gangi þér rosalega vel í viðtalinu á morgun, og mikið rooosalega þykir mér ööömurlegt að komast ekki á söngvakeppnina!!
Og veeelkomin í veikinda hópinn er einmitt líka að fá þessa pest, komin með hálsbolgu og svona vesen.
Hlaut að koma að því að ég yrði veik hahaha.
En hafðu það gott ;**
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:31
Hææ Svansí beib.. þetta er mjög frumlegt url hjá þér :)
Embla var að segja mér frá því, en eins og er, þá situr hún hliðina á mér me skyr í skál og blatt m&m ofan í skyrinu, að lita skyrið blátt ;)
Svona er hún frænka þín rugluð :D
híhí, bið að heilsa þér sæta :*
Una (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:19
Hæj Svanhildur sæta mín haha :D
ég kommentaði á bæði bloggin úúú... ég ætla nebblega svo að standa mig í því að kommenta hjá þér... en þá verður þú náttlega ða vera dúleg við það að blogga haha
en það e ömurlegt að þú komist ekki á söngkeppnina:( mér langaði svooooo að hafa þig með....
en láttu þér bara batna elskan mín og farðu að koma til ak aftur... það er tómlegt og leiðilegt hér án þín :(
hafðu það gott .. bæjó sæta sæta ;***
Elín (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 16:24
hæææ sæt:)
ákvað að kommenta, var að skoða
love(k)
gerður (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:11
Hæhæ, ég ákvað að prufa þetta blogg. var orðinn pínu leiður á blog.central.is dæminu. Og þetta er bara fínnt sko.
Narfi Freyr (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.