Alvöru blogg?
16.4.2008 | 12:30
Loksins loksins!
Ég er búin að ætla lengi að blogga en einhvern veginn hefur ekki gefist tími til þess.
Síðan ég bloggaði síðast hefur nú ekki margt gerst nema það að ég lá upp í rúmi. Svo merkilegt var það nú!
Ég talaði um að ég héldi að ég væri að verða veik, og það var sko heldur betur rétt hjá mér. Ég lá í rúminu frá miðvikudegi til sunnudags! Úff,það var hryllingur. Ég reddaði mér bara út í eyju til mömmu og pabba á miðvikudaginn, þegar ég sá fram á að fara ekki í skólann næsta dag, því það er miklu betra að vera heima hjá mömmu og pabba og láta þau stjana við sig heldur en að húkka í pínulítilli íbúð á Akureyri með núðlusúpu !! Enda fékk ég pínu dekur þegar ég var heima. Sem er bara mjög gott, ég meina maður er að verða gamall..
En eitt var reyndar slæmt við þetta, og það var að ég komst ekki á söngkeppnina! Ég var búin að kaupa miða og allt en svo komst ég ekki .. en ég náði sem betur fer að selja miðann minn svo þetta var ekki svo slæmt Horfði bara á þetta í sjónvarpinu, reyndar var þetta ekkert spes keppni þetta árið. Fannst voðalega fá lög eitthvað góð. En svona er þetta bara misjafnt.
Annars er ég svona að stíga upp úr pestinni núna, smá kvefdrulla eftir en þetta er allt að koma hjá mér!
Erum við að tala um að sumardagurinn fyrsti sé í næstu viku??? Já, heldur betur! Enda er líka SUMARveður úti! Ég fór meira segja bara á þunnri peysu í skólann. Heh, gáfulegt fyrir drullukvefaða manneskju!
Annars er bara voðalega lítið að frétta eitthvað. Eða kannski er ég bara svona léleg í að blogga. Æj, þið verðið eiginlega að segja mér það. COMMENTA. OG líka þú mamma!!
Mamma segist alltaf ætla að commenta svo gerir hún það aldrei.
Ég vil að allir commenti sem lesi, hvort sem þeir þekki mig vel eða illa. Mér er alveg sama, ég vil bara sjá comment frá öllum
Kannski er þetta frekja, en mér er alveg sama. Það er ekkert erfitt að commenta!
En jæjaa, ég fékk ekki vinnuna á Hólmasól. Mér fannst það mjög skrítið því ég fór í viðtal og allt. Svo segir hún að það hafi ekki verið laus staða, hversu vitlaust? Biðja mann að koma í viðtal þegar það er ekki laus staða? Gerir það einhver? Æ, ég var frekar bitur í gær þegar hún hringdi og sagði mér að þau ættu ekki lausa stöðu fyrir mig í sumar en ég fékk samt mjöööög góð meðmæli (sagt með tón). Pirrandi.
En ég hoppaði þá bara upp á FSA og ítrekaði umsóknina þar! Ég verð að fara að fá vinnu fyrir sumarið,þetta gengur ekki! Ég er bara þannig manneskja að ég þarf að plana allt með fyrirvara. Og mér finnst mjög óþægilegt að vita ekki hlutina fyrr en á seinustu metrunum.
Annars um helgina verður gaman, vonandi. Á föstudaginn er planið að hittast stelpurnar og panta pítsu og horfa á úrslitin í Bandinu hans Bubba, Eyþór vinnur! Ég held það. Samt elska ég Adda. Og svo á sunnudaginn erum við Doddi að fara í skírn hjá Birki&Jóhönnu! Það verður krúttlegt.
Annars ætla ég að segja þetta gott, þar sem ég verð að hafa eitthvað að segja næst. Ég ætlaði nefnilega að vera ótrúlega dugleg að blogga.
Takk fyrir mig
Svanhildur, mér þætti rosa vænt um comment
Athugasemdir
Æji leiðinlegt með Hólmasól.
Þú finnur þér vonandi vinnu sem fyrst.
Og velkomin í hópinn með kvefdrulluna, alveg agalega pirrandi.
Sjáááumst!! ;*
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 16.4.2008 kl. 13:58
Þetta er fínt blogg hjá þér:)
Nei Svanhildur, það er ekki gáfulegt fyrir kvefaða stúlkukind að fara út í þunnri peysu þó sólin sé farin að glenna sig, mundu hvað miðaldra móðir þín sagði þér:) Heyrumst í dag, Love you:)
Mamma (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:53
Blessuð elskan mín!
Ég kannast við þetta að vera pirruð vegna þess að geta ekki planað sumarið... Ég veit ekki neitt heldur :S
En allavega, þá er ég búin að kommenta hjá þér núna
Bk af Hvanneyri
NúrsÁ (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:40
Já æi leiðinlegt með Hólmasól. En þetta reddast allt er það ekki.
Narfi Freyr (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:09
Komdu bara og þjónaðu með mér á Bautanum í sumar ;)
Hvað ætlaði ég aftur að segja meira?
Já, alveg rétt. Ég er ekkert búin að fylgjast með bandinu hans Bubba og get ekki sagt hvor ég vilji að vinni, fannst þeir báðir geggjaðir í eina þættinum sem ég sá fyrir svona mánuði síðan.
Og ég er sammála þér, það er pirrandi að fá ekki komment en vita að fólk skoðar síðuna hjá manni. Mest böggandi!
En við sjáumst í skúlen og það væri nú ekki leiðinlegt að fara láta verða af þessum hittingi okkar ;)
Bergþóra (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:46
Hæhæ :)
Ég er búin að gera tvær tilraunir á því að kíkja á bloggið þitt stelpa.. ég gerði í bæði skiptin blogg held ég.. ekki bara blog.. en jæja..svona getur maður verið vitlaus.. en hér er ég komin og náði að lesa þetta í gegn..hehe :)
Þú ert nú samt öll að koma til með kvefið er það ekki ? :D
Og það var alveg rosalega gaman hjá okkur á föstudaginn.. ég verð nú bara að segja það.. :) og líka á laugardagsmorgninum..hehe ..eða svona..miðað við vinnuna
En við heyrumst.. Kv. Sigga :)
Sigríður Ýr (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 10:16
Hæ sæta Svanhildur mín ;)
voooða gott blogg.... og Takk fyrir föstudagskvoldið ;) þetta var voða næs að pannta pítsu sama og horfa á tv og enda með rúnti... mjööög kósý...
en sæta ég nenni ekki að hafa þetta langt nuna... ligg mjög asnalega með tölvuna og frekar óþægilegt að skirfa svona svo við sjaúmst á morgun :)
elska þig sæta ;*
Elín;) (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.