22. apríl 2008
22.4.2008 | 12:56
Hvorki meira né minna gott fólk!
Það er eitt sem ég skil ekki. Það er búið að vera brjálað gott veður í marga daga í röð! Meira en viku held ég bara. Svo á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og þá á víst allt að snúast við! Kólna,slydda og eitthvað bull? Skil þetta ekki. En svona er þetta. Vona bara að góða veðrið haldi svo áfram. Það er ekkert smá næs að geta bara labbað í skólann og á peysunni! Ótrúlega næs. Labbaði í skólann heiman frá Dodda í morgun á GOLLU!! Pældu í því. Og ég var þreytt eftir það því ég labbaði svo hratt! Lélegt form....
Annars þarf ég að lesa Rokland og ég var að velta fyrir mér hvort einhver hérna inni sé búinn að lesa þessa bráðskemmtilegu bók og langar svakalega að segja mér frá söguþræðinum í grófum dráttum svo ég geti hraðlesið hana Þarf að gera fyrirlestur úr henni fyrir þessa viku held ég!! Oh lord... Lítið að frétta svosum. Helgin var alveg æði í flesta staði. Á föstudaginn hittumst við stelpurnar, pöntuðum pizzu og horfðum á Bubba. Á laugardaginn VANN ég ... á Gallup! Það var geggjað næs að vinna á laugardegi! Hef nefnilega aldrei gert það áður:) Svo eftir það hitti ég family, fórum á Greifann og í heimsókn og svona. Svo um kvöldið hittumst við stelpurnar og horfðum á Ungfrú Norðurland saman. Sunnudagurinn var sniiilld! Byrjaði á því að fara í skírn og veislu. Svo var family aftur í bænum og þau fóru í keilu svo ég og Doddi pössuðum litla englabossann minn á meðan. Það var svoo gaman! Svo þegar við þurftum að skila honum fór ég með Dodda á mótorhjólið LOKSINS!!! Það var mjög gaman, ég var bara pínu hrædd.. held það verði miklu skemmtilegra næst þegar ég fer með honum!
En annars er bara frí í skólanum á fimmtudaginn eins og hjá flestum og við Doddi og amma ætlum að skella okkur út í eyju og fara á Árshátíðina hjá grunnskólanum, þar sem Reynir verður að leika eitthvað. Svo um helgina ætla ég út í eyju og hafa það rólegt. Læra kannski hmm....OG fara á Konukvöld á föstudaginn með múttunni minni. Það verður vonandi gaman.
En annars er ég í eyðu núna og það er geggjað veður úti. Ég ætla að drífa mig í sund meðan ég hef tíma.. OG btw ég ætla EIN í sund! Það verður næs, verð bara í sólbaði og kem tööönuð upp úr!
Ég bið að heilsa ykkur, ég gleymdi örugglega að segja eitthvað en það skiptir engu því þetta var hvort sem er ömurlegt blogg!
En ég vil samt sjá comment eins og síðast!!
Góðar stundir
Svanhildur jee..
Athugasemdir
Ég kann ekki við fjórðu síðustu línuna:) þetta var flott blogg og ég er ánægð með þig að þú ætlir EIN í sund:) svo gott að vera einn stundum. Rokland hef ég ekki lesið, lítil hjálp í mér þar. Hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn, Love you.
mamma (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 15:29
hæææ ;)
Heyrðu ég ætla einmitt líka heim og horfa á árshátíðina.
Sé þig dúlla :D;*
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 22.4.2008 kl. 19:39
Ég er búin að lesa Rokland... tvisvar eða þrisvar meira að segja ;D
NúrsÁ (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:19
Hæ sæta mín...
ooh þú ert svo dúleg að fara i sund :)
leiðilegt að ég se ekki búin að lesa þessa bók, annars myndi eg hjalpa þér elskan ;)
en ja skemmtu þér rooooosalega vel í hrísey á konukvöldi og árshátið ;) bið að heilsa Reyni ;)
höfum þetta fint nuna :) bæjó sætasta ;*** lov u
Elín;) (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:57
hei beibí;)
flott blogg:) og já vá hvað ég er sammála þér með þetta góða veður! æðislegt að hafa þetta svona:)
sé þig sæta;)
Karó;) (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.