Góð helgi

Ég er ekki nógu ánægð með ykkur! Þið eruð svakalega löt að skrifa athugasemdir hjá mér! Allir sem lesa eiga að skrifa athugasemd og þannig er það bara Wink Takk. 
En ég er búin að vera í Hrísey um helgina og hafa það rosa gott, rembast við að lesa Rokland, borða nammi, fara á konukvöld og fá geggjaðan mat..mmm! Vá hvað var góður maturinn. Svo var fólk að skemmta og það var bara snilld. Fengum líka fullt af snyrtivöruprufum og allskonar ráð og svona. Ég á reyndar örugglega aldrei eftir að snerta þessar prufur, seinast þegar ég fékk fullan poka af prufum var á Opnum dögum í VMA í byrjun apríl og ég hefekki snert það! Kannski ég fari að líta á þetta þegar ég kem heim.
Ég og Doddi skruppum út í eyju á fimmtudaginn og fórum á árshátíð grunnskólans. Reynir var að leika og syngja og bara gaman að fylgjast með honum. Svo var opið hús í nýja íþróttahúsinu hérna sem er verið að byggja og á að vera tilbúið í júní.
Sunnudagur í dag og algjör letidagur vægast sagt! Ekki búin að hreyfa á mér rassinn í allan dag. Fer á Akureyri með 9 ferju og ætla að reyna að eyða kvöldinu í lærdóm. Reyna að klára þessa blessuðu bók, Rokland. Ég á í voðalegum erfiðleikum með að lesa hana! Held það sé bara af því ég fékk svo stuttan tíma, ég er svoo hæglæs. Svo verður maður líka að leggjast yfir bækurnar alla vikuna því fyrsta lokaprófið er á föstudaginn og er það enskan! Gaman.
Ég er komin með vinnu í sumar, loksins. Verð á FSA að vinna í búrinu og ræstingum. Vá hvað það á eftir að verða gamaaaaan.....Grin nei. Ég vona bara að það verði einhverjir skemmtilegir að vinna með mér svo ég verði ekki alveg þunglynd í sumar. Vinnutíminn er samt fínn, frá 9-5! Svo ég get unnið eitthvað á Gallup með þegar ég nenni Smile
Ég fékk sms frá Elsu á föstudaginn um að Sæþór væri dáinn Crying það var sko gullfiskurinn okkar.
En ég ætla ekki að hafa þetta langt að þessu sinni. Á örugglega eftir að gefa mér tíma í að blogga eitthvað í prófatíðinni.

Svanhildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma gamla klikkar ekki á kommentunum:) Takk fyrir yndislega helgi og gangi þér vel að stúdera námsbækurnar.

Embla hvar ertu?

Love you Svanhildur mín, þú ert best:)

Mamma (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:51

2 identicon

Hæhæ..

Samhryggist með Sæþór.. megi hann hvíla í friði..

En gangi þér vel að læra.. og svona..  úff.. og sjáumst svo í munnlegu enskuprófi í fyrramálið :/

Sigríður Ýr (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

jáá þessi yndislegu próf. Eins og ég sagði við þig í dag þú átt ekki eftir að ná sambandi við mig fyrir en eftir 13.maí ;)
Samhryggist með Sæþór.
Vertu hress og borðaðu kex, þetta rímar? nei.
;**

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:31

4 identicon

Flott blogg hjá þér elskan :) dýrka það hvað þú ert duglega að blogga og ég elska það að lesa bloggin þín. :) gott að þú áttir góða helgi! ég var líka úber löt á sunnudaginn :P versta bara að prófin eru að byrja hjá þér :S pældu í því önnin er að verða búin ='(

talandi um leiðinleg tíðindi! þá sakna ég sko Sæþórs :( hann var góður fiskur! .. pínu vitlaus kannski en góður :)

Elsa (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:35

5 identicon

Hvernig fór með Roklandið? ;D

NúrsÁ (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband