Próf?
30.4.2008 | 11:56
Þá er síðasti skóladagurinn á þriðja ári búinn! Notaleg tilfinning en samt ekki, afþví það eru öll prófin eftir! Þetta verður ótrúlega erfitt, ég er í öllum prófunum í röð. Allavega fæ ég minnsta tímann til að læra fyrir stærðfræði og sögu sem eru langt því frá að vera léttustu prófin.
Svona lítur prófataflan mín út:
2.maí: ENS403
5.maí: ÍSL503
6.maí: SAG203
7.maí: STÆ262
13.maí: ÞÝS 303
14.maí: LAN103
Það kemur reyndar ágætis frí milli stæ og þýs þannig ég get lært almennilega fyrir þýskuprófið. Sem er gooott því ég kann ekkert í þýsku.
Svo klára ég prófin 14.maí sem er afmælið hans Dodda Gamli..haha!
Útskriftarkrakkarnir voru að dimmitera í morgun og það var svooo fyndið! Kennarar að dansa magarena og svona, gerist ekki betra á miðvikudagsmorgni.
Svo er líka frekar nice að vera búin svona snemma í skólanum og eiga allan daginn eftir.
Ég elska Capacent Gallup,þau borga út á seinasta virka degi mánaðar ef fyrsti virki dagur er frídagur! Þannig ég fékk pening áðan.
Ætla að halda upp á það með því að fá mér að borða.. haha!
Vá, ég er komin með magarena lagið á heilann.. guð minn góður.
En ég ætlaði svosem ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég óska bara öllum góðs gengis í prófum, hvar sem þeir eru á landinu og munið að vera góð við allt og alla, þá gengur allt svo miklu betur:)
Ég sagði um daginn að ég myndi örugglega blogga eitthvað í prófatíðinni en ég er að hugsa um að sleppa því! Ætla bara að læra og læra .. og kannski læra líka smá. Er líka að fara á eftir með ráderinn í símann og láta loka fyrir netið. Þannig í sumar.. kemur í ljós! Ég nenni ekki að pæla í því.
Góðar stundir
Svanhildur
Athugasemdir
Gangi þér sömuleiðis vel í prófunum ;)
"við" vorum mjög duglegar á bókasafninu í dag hahaha.
Takk fyrir daginn elskan ;*
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 2.5.2008 kl. 19:59
Loka fyrir netið!!! neeeei
En annars good luck í prófunum.... Vonandi komumst við á Greifadeit eftir viku
Embla Ágústsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:20
Gangi þér vel í prófunum stelpa :)!
Bergþóra (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.