Lykilorð fundið
14.7.2008 | 21:54
Vá hvað þetta hefði ekki þurft að vera svona erfitt. Ég hef ekki bloggað í tvo mánuði og það er bara vegna þess að ég gat ekki munað lykilorðið mitt. Ég hefði alveg getað giskað aðeins oftar, þetta var svo einfalt.
En engu að síður er ég mætt aftur og ætla að reyna að byrja að blogga aftur. Er bara alls ekki nógu dugleg að fara á netið, ég nenni voðalega sjaldan að fara í Pennan bara til að fara á netið.
En eins og örugglega flestir vita þá komst ég í flugfreyjunámið og er það bara frábært, eða er það ekki?:) Ég er allavega mjög ánægð með það. Það var hringt í mig á mánudegi fyrir svolitlu síðan og ég var boðuð suður í viðtal, ég mætti og brilleraði (ekki að mínu mati samt) og komst inn 2 dögum síðar! Svo var ég búin að sækja um íbúð þarna svona in case að ég kæmist inn, var númer 105 á biðlista og daginn eftir fékk ég íbúð! hehe..
Held að þetta séu aðalfréttirnar í mínu lífi í dag. Ég veit samt aldrei hvað ég á að segja þegar ég blogga með svona löngu millibili. Um helgina fórum við stelpurnar í útilegu á Blönduós, það var mjög gaman nema það var hellirigning svo við fórum heim á laugardeginum.
Mamma verður fertug á föstudaginn og ætlar víst að halda svaka partý! Svo er Hríseyjarhátíðin sömu helgi oog líka Hjóladagar... allt að gerast!
En ég er varla að nenna að hafa þetta lengra í bili, ég er allavega að reyna að byrja aftur svo þið þurfið ekki að örvænta.
Svanhildur
Athugasemdir
Gott að fá þig aftur í bloggið
Það verður líka aðeins of gott að fá þig suður elskan! get ekki beðið
Embla Ágústsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:27
Gaman að sjá blogg hjá þér, þú stendur þig betur en ég allavega ;)
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 16.7.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.