Jákvæð.

Þetta orð ætla ég að stimpla inn í hausinn á mér það sem eftir er vetrarins.. eða kannski bara það sem eftir er ævinnar? Ég held að þetta sé eitt af þeim orðum sem allir ættu að muna um ævina. Það segja nefnilega allir að það verði allt svo miklu betra ef maður er jákvæður, það hjálpaði allavega íslenska landsliðinu í handbolta á verðlaunapall er það ekki?
Jákvæðnin ætlar allavega, vonandi, að skína af mér í vetur Grin Þýðir ekkert annað.
Jææja, ég ætla að byrja að blogga aftur af fullum krafti og leyfa ykkur sem eruð langt í burtu frá mér að fylgjast með mér hér á Nesinu! Þetta verður eflaust heljarinnar ævintýri fyrir mann, hlakka líka ekkert smá til að byrja á mánudaginn. Skólinn byrjar sem sagt hjá mér á mánudaginn, 1.september, og ég get ekki beeðið. En ég ætla að nýta tímann þangað til að sækja um vinnu og koma mér vel fyrir í íbúðinni minni.
Já, talandi um það! Ég var ekkert búin að segja frá íbúðinni.
Ég bý sem sagt í Suðurbraut 760 á annarri hæð. Íbúðin mín er bara nokkuð töff og ágætlega rúmgóð. Gæti alveg haldið ágætis innflutningspartý hérna! Hehe.
Hér er ég með riiisastóran ísskáp með frystiskáp og aaallt, örbylgjuofn, baðherbergi með baðkari og sturtuhaus, og klósetti líka sko. Svo er stofan og svefnherbergið svona sameinað, í "stofunni" er risa sjónvarpsskápur og pínulitla sjónvarpið mitt hverfur gjörsamlega þar inni, risa hillusamstæða einhver, risa skrifborð og risa lazy boy! Svo er rúmið mitt alveg ágætlega stórt (hélt sko að það væri bara 90cm, hahaha,lúðinn ég.. ) og svo risa náttborð.
ÚPS!! var næstum því búin að gleyma RISA speglinum sem er hérna og borð fyrir neðan hann og annar risa spegill á baðherbergishurðinni!! love it.
OG eitt annað.. TVÖ fataherbergi, annað notað sem geymsla. jee Cool
Jææja, ég er allavega búin að koma mér svona pínu fyrir hérna, þetta er alveg nokkuð kósý og ég hlakka til að sýna ykkur =) Það er sko skylda að heimsækja mig þegar þið komið í höfuðborgina, ekki svo langt til Keflavíkur! hehe..
Helgin var góð, mamma hjálpaði mér að koma mér smávegis fyrir og við versluðum svona það helsta sem mig vantaði í íbúðina. Svo var Doddi hérna fyrir sunnan líka og svo kvaddi ég þau með tárin í augunum á sunnudaginn :( EEEN þau koma brátt aftur.. Smile 
Svo á sunnudaginn fór ég til Emblu í Mosó og var hjá henni þangað til í dag, það var bara snilld eins og alltaf .. mússí takk fyrir mig :*
En, ég er orðin dáldið þreytt í fingrunum að skrifa og svo er sjónvarpsefnið farið að þynnast og rúmið farið að kalla dáldið hátt á mig svo ég ætla að fara að lúra :)
Góðar stundir, ég blogga vonandi fljótlega aftur..

Svanhildur K.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Já takk sömuleiðis 

Mér finnst íbúðin þín mega flott! Bara skemmtilegt

Embla Ágústsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:52

2 identicon

Þú ert svo heppin að geta fengið mömmu í heimsókn til að redda málunum...  það eru ekki allir svona heppnir!!  Og plús Dodda líka .. lucky you    Til hamingju og gangi þér vel 

Edda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Svanhildur Kristínardóttir

hver er Edda? :)

Svanhildur Kristínardóttir, 27.8.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

hahahahaahahahaha vááá hvað ég hló upphátt þegar ég las ,,Hver er Edda" vandræðalegt!
EEEN eeelskan mín hvað ég er stolt af þér að fara svona í burtu og prófa eitthvað aaalveg nýtt, nýtt nám, nýtt umhverfi og alveg örugglegar nýjar hugsanir..
Þetta er allt saman RISA stórt hjá þér sé ég, þetta orð fór allavega ekkert mikið framhjá mér :')
Um leið og ég hef fríhelgi skal ég sko koma suður til þín. Ekki spurning!
Hafðu það gott, njóttu lífsins og gríptu tækifærin.

Elska þig dúllan mín ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 27.8.2008 kl. 00:30

5 identicon

hæhó

Eins og ég er alltaf að segja að þá verður tilveran mikið auðveldari og skemmtilegri ef maður tileinkar sér jákvæðni og horfir á björtu hliðarnar. njóta dagsins:) við eigum ekki morgundaginn vísan. Ég er ótrúlega stolt af þér fyrir að kýla á það að fara og þú kemur reynslunni ríkari heim. Ég hlakka mikið til að hitta þig í október, love you Svanhildur mín og heyrumst í dag:) Bestu kveðjur frá múttunni þinni.

mútta (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:05

6 identicon

jæja svanhildurmin.. gott að þu sert buin að koma þer svona vel fyrir :) en ég þarf að ná af þér tali aðeins, þannig endilega hringdu við tækifæri mús:*

erla (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband