bloggery

Ég hef ekkert að gera þannig ég ætla að blogga smá.
Að frétta af mér .. fór til Emblu sætu á fimmtudaginn og var hjá henni þangað til í dag. Ætlaði að fara með þessari blessuðu rútu frá BSÍ og á Keili, eða .. ég fór með rútunni og komst á leiðarenda í íbúðina mína.
En það tók samt sem áður smááá tíma!
Ég las það nefnilega þannig út á leiðarkerfinu fyrir þessa rútu að hún færi frá BSÍ kl.16:00 en þá átti hún víst að leggja af stað frá Keflavík þá. Allt í lagi með það, ég beið eftir henni og hún kom rétt að verða 5 og ég stökk út því ég hélt að hún færi bara um leið. En neiiinei kallinn fór inn, talandi í símann þannig ég náði ekkert að stoppa hann og spyrja hann út í þetta og kom ekkert aftur á næstunni!
Ég sat þarna úti og var orðin dááldið óþolinmóð þegar klukkan var orðin 17.30. Fór ég þá í afgreiðsluna og spurði hvort rútan færi ekki örugglega á Keili Í DAG?? Þau svöruðu játandi (með leiðindum samt, ótrúlega dónalegt fólk) en að hún færi kl.18:00!!
Ég beið sem sagt á þessari skítugu stoppistöð BSÍ í rúma tvooo tíma!!
En jæja, ég þarf víst að læra betur á þetta leiðarkerfi...
Annars er ég komin hingað á South Lane í góðum gír í lazy boy og hlakkandi til morgundagsins því þá byrjar skólinn. Ég er búin að bíða dáldið lengi og þetta er loksins að renna upp, loksins hefur maður eitthvað að gera :)
En svo ég segi ykkur nú einhverjar smá fréttir..
á laugardaginn fórum við Embla á tónleika á Domo með Heru Hjartar og það var reyndar ótrúlega gaman, hún er rosalega góð söngkona og ég sá sko ekki eftir að hafa drifið mig! =)
Það er líka bara ótrúlega kósý að fara á svona rólega og skemmtilega tónleika, sitja bara og hlusta og hafa það gott.
En þetta verður víst að vera svona stutt blogg í þetta skipti því ég man ekki hvað ég ætlaði að segja meira. Það var eitthvað meira en ég man það ekki.
Mig langar samt voða mikið að vita hver Edda er ?:D Ég er svo forvitin!!

Góða nóttGrin

Svanhildur Káta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Vaááá hvað ég hefði orðið geðveikt pirruð að bíða svona lengi..!!
En góða skemmtun á morgun elskan, vonandi verður þetta geeeðveikur skóladagur :)

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 31.8.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Takk fyrir helgina elskan

Hlakka til að heyra hvernig skóladagurinn var 

Embla Ágústsdóttir, 1.9.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband