eitt fyrir sturtuna
12.9.2008 | 15:53
Já, það hefur allt verið að gerast núna undanfarna daga. Ég er búin að vera meira og minna í Hveragerði hjá Dodda að hjúkra honum greyinu. Hehe! Tengdó voru svo yndisleg að lána mér bíl svo ég gæti keyrt á milli. En þetta er bara búið að vera fínt..
Doddi er að skána, finnur aðeins til afþví bólgurnar eru að hjaðna og eitthvað. Hann ætlar norður á sunnudaginn og vonandi gengur það upp hjá honum að bjarga sér þarna heima hjá sér en það eru tveir skuggalegir stigar til að komast inn til hans! Ekki alveg að sjá þetta fyrir mér...verst er að geta ekki bara farið með honum til að hjálpa honum.
En svona er þetta, það er ekki allt gefið.
Reyndar væri ég ótrúlega mikið til í að fara norður núna. Er farin að sakna allra svo mikið! Úff, hvernig verð ég í vetur ?? Vona að ég komist norður fljótlega eftir að jólafríið byrjar. Kannski lendir maður í einhverri vinnu, en vonandi ekki. Frekar vil ég fara heim og hitta fjölskylduna. Þó maður hefði reyndar gott af smá pening. Hehe.
En skólinn er byrjaður á fullu, meira að segja komið heimanám og allt !! össs..
Get samt ekki sagt að það sé brjálað að gera, en ég er semsagt komin með vinnu á Langbest. Það er mjöög fínt að vinna þar, enn sem komið er :) Var á fyrstu vöktunum mínum á Ljósanótt og þá var náttúrulega brjálað. En þetta er samt mjög fínt, skemmtilegt fólk að vinna og svona. Tvær stelpur úr flugfreyjunni meira að segja, ekki slæmt það :) En ég er semsagt að fara að vinna núna kl.18 og ætla semsagt að drífa mig í sturtu fyrir það.
Ætlaði samt bara að hafa þetta stutt í þetta skiptið.
Hef líka ekkert mikið meira að segja.
Svanhildur Kristínardóttir
Athugasemdir
þú átt eftir að rúlla þessu upp í vetur ekki spurning, enda eru þetta ekki nema 2 annir
Doddi (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:00
Krúttlegur Doddi að commenta haha!
En til hamingju með nýju vinnuna þína og ég segi það sama og Doddi þú rúllar þessu flugfreyjunámi upp. Hef ekki trú á öðru!
Ég veit hvað þú ert að gera akkúrat NÚNA
Þú ert að nota límband til að ná hvíta kuskinu úr Langsbest bolnum þínum hahahaha hver er svona hugmyndaríkur?
hmmm! ANDREA!! :D
You GO girl!
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 12.9.2008 kl. 17:28
Hæhæ
Þú verður fín í vetur og plummar þig vel:) við söknum þín líka en ég tel dagana þar til við hittumst um mánaðamótin:) ég hlakka mikið til að hitta þig Svanhildur mín, bestu kveðjur frá okkur öllum til þín. Heyrumst:)
Múttan þín.
mamma (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:58
Vá, ég fékk bara áfall.. Þar sem ég er ekki búin að koma inná þessa síðu í nokkra daga né horfa á fréttir var ég bara að heyra um þetta slys fyrst núna!!! :S Sjiiitt! En gott að hann slapp svona "vel" !!!!
Sunna (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.