back to basics
15.9.2008 | 16:55
Jæja, þá er smá tími til að blogga. Er búin að vera að keyra á milli Hveragerðis og Keflavíkur eins og glöggir lesendur vita. En því er lokið, sem betur fer eiginlega, var orðin ansi þreytt á því. En Doddi fór semsagt norður í gær :( Hann fór með flugi í hádeginu í gær og það var bara ekkert gaman.
En svona er þetta, ég fæ reyndar að hitta hann fljótt aftur. Í morgun var ég nefnilega að kíkja á hotmailið mitt og þá var ég búin að fá póst frá Flugfélagi Íslands, skráði mig í netklúbbinn hjá þeim, þar sem þau voru að tilkynna flugmiða á tilboði næstu daga! Ég fór bara beiiint inn á flugfelag.is og tékkaði með helginni nk. og VITI MENN, ég fékk miða fram og til baka á 10.980!! Það er mjög vel sloppið :D Og ég ætla semsagt að fara á föstudagskvöldið og mamma nær í mig, ætla svo að vera útí eyju um helgina:) Váá hvað það verður noooootalegt og ég get ekki beðið!!!
Hlakka svo til að hitta ykkur öll
Reyndar var ég búin að ákveða að hitta Embluna mína og ég er að beila feitast á henni:( en ég veit að hún á eftir að fyrirgefa mér það þessi elska :* Ég bæti þér það upp seinna ástarbolla!
Emm...fór í skólann í morgun og það var fínt, fór labbandi í 2.skiptið og það byrjaði bara allt í einu einhver HELLIdemba og ég var reeeennandiblaut á hægri hliðinni :( Ekki gaman..
Held ég verði að fá mér regngalla því það rignir nánast á hverjum degi hérna.
Ég fór í ræktina áðan með Guggu, það var fínt! Gerðum reyndar ekkert svakalega mikið, vorum meira bara svona að skoða, vorum í svona fríum prufutíma! Ætli maður fái sér svo ekki bara kort svomaður geti tekið aðeins á í vetur...
Jæja, ég læt þetta gott heita!
Svanhildur Kristínardóttir sem hlakkar svo til föstudagsins!!!!
Athugasemdir
Ég lifi þetta beil af þökk sé Abba og leikhúsferðinni
Embla Ágústsdóttir, 15.9.2008 kl. 17:36
vildi bara kvitta einu sinni fyrir mig,er búin að vera voðadugleg að lesa alltaf;)
sjáumst bara í skólanum á morgun
ps.fæ kannski að fara með ykkur í ræktina hérna,dauðvantar ræktarpartnera;)
Lovísa (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:41
Heyr,heyr! :D
Hlakka til að sjá þig sæta ;*
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 15.9.2008 kl. 20:40
Dýrka svona passlega löng blogg sem maður nennir að lesa hehe :D öfunda þig að vera fara norður! :( mig langar lika norður! En það á eftir að vera svo íkt notó hjá þér að vera heima hjá mömmu sín :D
Margrét (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.