air
18.11.2008 | 14:27
ég veit ekkert leiðinlegra en að vera búin í skólanum fyrir hálf 3 og það er einfaldlega vegna þess að þá þarf ég að bíða illa lengi eftir rútunni. ég skil ekki afhverju það fer ekki ein rúta kl. hálf 2 eða eitthvað. það væri mjög þægilegt, því yfirleitt erum við búnar í skólanum fyrir 2 eða um 2. já, snemmt ég veit.. en svona er þetta.
en ég veit ekki afhverju, mig langaði bara allt í einu að blogga. ég veit að ég bloggaði í gær, en ég fékk svona smá bloggþörf núna. og ég held að það sé líka bara allt í lagi. á meðan ég hef e-ð til að blogga um þá blogga ég bara, sama hvað hver segir ;)
ég sit hérna í kirkjunni uppi á vallarsvæði og er með tölvuna fyrir framan mig, hlusta á itunes í tölvunni (nánartiltekið Air) og hef það illa gott. fyrir utan það að ég þarf að bíða í rúman hálftíma í viðbót eftir rútunni..er ekki að fíla það en er samt ekkert pirruð á því. það er stundum gott að bíða. hefur maður ekki bara gott af því ?
jæja, svo er að koma að prófum eins og ég sagði í gær og ég þarf að fara að byrja á ritgerð sem við eigum að skila í byrjun desember. við erum að tala um það að hún á að vera 3-5 blaðsíður!! er þetta eitthvað grín? nei einmitt. og nei, ég er ekki í 3.bekk í grunnskóla. en það mætti nú reyndar halda það. held að litli bróðir minn sem er í 6.bekk í grunnskóla sé með helmingi meiri heimavinnu heldur en stóra systir hans sem er 19 ára og er í flugfreyjuskóla á suðurlandi!! hann lærir allavega heima á hverjum degi. fjúff, ég fæ samviskubit.
jæja, þriðjudagur segiði..
á morgun eigum við að mæta í skólann kl.9.20 og við fengum þau skilaboð frá Laulau um að mæta í skólann "eins og við værum að fara í fyrsta flugið okkar" .. jaaááá einmitt! á ég bara að fara út í Icelandair og fá lánað hjá þeim uniform ?? Já neinei!
hehe, neii hún var nú reyndar bara að meina að við ættum að koma málaðar og með hárið uppsett held ég. eitthvað svoleiðis.. maður ætti nú að geta bjargað sér í því, held ég. þó ég sé nú ekki að fara að mála mig eins og okkur var kennt í Snyrtiakademíunni. ekki sjéns.. ég þarf nokkrar vikur til að æfa mig sérstaklega í því og ég er fátækur námsmaður eins og er og hef ekki efni á að kaupa mér 5 tegundir af meiki og augnskuggum og 3 af maskara til að fá mismunandi "tón" eða "skugga" yfir andlitið eftir því hvort það er dagur eða kvöld ! yeaah right..
allavega, hljómar eins og ég sé pínu bitur! en ég er það ekki :D
er alveg illa ánægð og glöð þessa dagana og þar kemur m.a inn í að mamma er að koma norður á fimmtudaginn og ætlar að gista hjá mér :) verst að það er ekki frí á föstudaginn (aldrei þessu vant) því þá getum við ekki gert neitt mikið.. eeen við reynum að nýta tímann :) kjélla ætlar að hoppa til læknis og svona og svo getum við vonandi dúllast eitthvað. hlakka til að fá þig mútta :*
svo líður ekki á löngu þar til ég fer bara norður, svo þetta er nú allt að bresta .. (segir maður það ekki? haha)
een ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. er búin að sitja hérna í svona 10-15 mín og í sömu stellingunni allan tímann en sú stelling er þannig að ég er ILLA bein í baki (samt örugglega ekki) og sit á harðasta stól sem til er og pikka á lyklaborðið á tölvunni. þannig að ég er að drepast í bakinu eftir þessar 10 mínútur sem ég hef setið.
jæja Svanhildur, þetta er orðið gott hjá þér..
kem fljótt með nýtt blogg.
Svanhildur, með bros á vör :)
Athugasemdir
Alveg ótrúleg tilviljun að það er ekki frí á föstudaginn en ég hugga mig við að það styttist í 13:) frábært að heyra að þér líður vel og ert með bros á vör:)
Kveðja múttan þín.
mamma (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:48
Hehe er ,,illa" nýja orðið þitt
Hlakka til að sjá þig eftir 5 mín, vá hefurðu tekið eftir því að ég les alltaf bloggið þitt þegar þú ert í sturtu
Embla Ágústsdóttir, 18.11.2008 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.