Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
próf
24.11.2008 | 17:22
En ég ætla ekki að vera bitur, ég er svosum ekkert að gera þetta til að safna athugasemdum :)
Ég ætlaði aðeins að láta heyra í mér svona því ég er byrjuð í prófunum og vonandi fer allt á fullt í nokkra daga. Ég var í fyrsta prófinu í morgun, Passenger Handling and Communication, og það gekk bara ágætlega held ég. Á morgun er svo ekkert próf og næsta próf á miðvikudaginn sem er Fire&Smoke. Gaman að því!
Mamma kom til mín á fimmtudaginn og var þangað til á laugardag og það var alveg roosa gott að hafa hana í smá tíma, takk fyrir komuna mamma mín. Því miður gat hún bara komið ein í þetta skiptið en það er nú ekki svo langt þangað til ég fer norður og get knúsað allt hitt liðið!
Talandi um hitt liðið, í gærkvöldi fékk ég eitt beta sms sem hægt er að hugsa sér. Ég var semsagt stödd inni í litla herberginu mínu í gærkvöldi og sat við lærdóm (eða eitthvað annað, ég man það ekki alveg) þegar síminn titraði og bíbbaði á borðinu hjá mér. Ég varð auðvitað ótrúlega spennt og sá að þetta voru "hljóðskilaboð" og ekki fær maður þau á hverjum degi svo að ég varð ennþá spenntari!
Þetta var semsagt upptaka frá mömmu þar sem pabbi er að tala við Guðmar Gísla og segjast vera að fara og segir Bæ og þá segir Guðmar Gísli Bæ á móti :D og þetta var eitt það krúttlegasta sem ég hef heyrt!!!! Hann var ekkert að spara þetta og sagði bæ bæ bæ bæ alveg á fullu.
Svo hringdi mamma líka í dag og lét mig tala við Guðmar Gísla og hann sagði hæ og bæ! Krúttið mitt:*
Jæja, ég nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra.
Reyndar langar mig að segja eitt.
Hvað finnst ykkur um að leigubílstjórar reyki í bílunum sínum ?? Mér finnst það ógeðslegt reyndar. Ég sá í dag leigubílstjóra keyra eitthvað og hún var með gluggann smáávegis opinn og reykti útum þetta litla op! Mér fannst það ógeðslegt. Því ef fólk reykir í bílunum hjá sér, hvort sem það er opinn gluggi eða ekki, þá verða bílarnir ógeðslegir og lykta mjööög illa.
Jæja, bitra Svanhildur er farin að gera ritgerð!
:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
air
18.11.2008 | 14:27
ég veit ekkert leiðinlegra en að vera búin í skólanum fyrir hálf 3 og það er einfaldlega vegna þess að þá þarf ég að bíða illa lengi eftir rútunni. ég skil ekki afhverju það fer ekki ein rúta kl. hálf 2 eða eitthvað. það væri mjög þægilegt, því yfirleitt erum við búnar í skólanum fyrir 2 eða um 2. já, snemmt ég veit.. en svona er þetta.
en ég veit ekki afhverju, mig langaði bara allt í einu að blogga. ég veit að ég bloggaði í gær, en ég fékk svona smá bloggþörf núna. og ég held að það sé líka bara allt í lagi. á meðan ég hef e-ð til að blogga um þá blogga ég bara, sama hvað hver segir ;)
ég sit hérna í kirkjunni uppi á vallarsvæði og er með tölvuna fyrir framan mig, hlusta á itunes í tölvunni (nánartiltekið Air) og hef það illa gott. fyrir utan það að ég þarf að bíða í rúman hálftíma í viðbót eftir rútunni..er ekki að fíla það en er samt ekkert pirruð á því. það er stundum gott að bíða. hefur maður ekki bara gott af því ?
jæja, svo er að koma að prófum eins og ég sagði í gær og ég þarf að fara að byrja á ritgerð sem við eigum að skila í byrjun desember. við erum að tala um það að hún á að vera 3-5 blaðsíður!! er þetta eitthvað grín? nei einmitt. og nei, ég er ekki í 3.bekk í grunnskóla. en það mætti nú reyndar halda það. held að litli bróðir minn sem er í 6.bekk í grunnskóla sé með helmingi meiri heimavinnu heldur en stóra systir hans sem er 19 ára og er í flugfreyjuskóla á suðurlandi!! hann lærir allavega heima á hverjum degi. fjúff, ég fæ samviskubit.
jæja, þriðjudagur segiði..
á morgun eigum við að mæta í skólann kl.9.20 og við fengum þau skilaboð frá Laulau um að mæta í skólann "eins og við værum að fara í fyrsta flugið okkar" .. jaaááá einmitt! á ég bara að fara út í Icelandair og fá lánað hjá þeim uniform ?? Já neinei!
hehe, neii hún var nú reyndar bara að meina að við ættum að koma málaðar og með hárið uppsett held ég. eitthvað svoleiðis.. maður ætti nú að geta bjargað sér í því, held ég. þó ég sé nú ekki að fara að mála mig eins og okkur var kennt í Snyrtiakademíunni. ekki sjéns.. ég þarf nokkrar vikur til að æfa mig sérstaklega í því og ég er fátækur námsmaður eins og er og hef ekki efni á að kaupa mér 5 tegundir af meiki og augnskuggum og 3 af maskara til að fá mismunandi "tón" eða "skugga" yfir andlitið eftir því hvort það er dagur eða kvöld ! yeaah right..
allavega, hljómar eins og ég sé pínu bitur! en ég er það ekki :D
er alveg illa ánægð og glöð þessa dagana og þar kemur m.a inn í að mamma er að koma norður á fimmtudaginn og ætlar að gista hjá mér :) verst að það er ekki frí á föstudaginn (aldrei þessu vant) því þá getum við ekki gert neitt mikið.. eeen við reynum að nýta tímann :) kjélla ætlar að hoppa til læknis og svona og svo getum við vonandi dúllast eitthvað. hlakka til að fá þig mútta :*
svo líður ekki á löngu þar til ég fer bara norður, svo þetta er nú allt að bresta .. (segir maður það ekki? haha)
een ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. er búin að sitja hérna í svona 10-15 mín og í sömu stellingunni allan tímann en sú stelling er þannig að ég er ILLA bein í baki (samt örugglega ekki) og sit á harðasta stól sem til er og pikka á lyklaborðið á tölvunni. þannig að ég er að drepast í bakinu eftir þessar 10 mínútur sem ég hef setið.
jæja Svanhildur, þetta er orðið gott hjá þér..
kem fljótt með nýtt blogg.
Svanhildur, með bros á vör :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
no title
17.11.2008 | 21:10
Jæja..
kominn tími á að ég tjái mig smávegis ? Hvar á ég að byrja? Allt ljómandi gott að frétta af mér, hef það ótrúlega gott (og enn betra) hér í Mosó hjá Emblu og co og bara gæti ekki liðið betur. "Skólinn" gengur vel og prófin náglast. Þau byrja reyndar í næstu viku og hvernig væri ef maður færi að huga að prófalestri? Held að það væri góð hugmynd. Þó maður hafi nú þurft að vera ansi kærulaus og latur í allt haust, þá held ég að það væri mjög skynsamt að lesa smá fyrir þessi próf. Maður veit ekkert við hverju maður á að búast.
En það eru semsagt nokkur próf í næstu viku og svo kemur viku"frí", verða einhverjir kennsludagar, og svo önnur vika með prófum. Síðan erum við að tala um að 11.desember er seinasta prófið mitt og 13.desember á ég flug norður á aaakureyri elskuna mína. Þá er planið að vera hjá Andreu um nóttina og hoppa svo út í eyju á sunnudeginum. Og vá hvað ég get ekki beðið eftir að komast í faðm fjölskyldunnar. Það verður alveg ótrúlega notalegt. Veit ekkert betra en að vera heima um jólin hjá mömmu,pabba og bræðrum og borða góðan mat og hafa það gott saman. Úff hvað ég er væmin.
Mig langar ekki að blogga um efnahagsmál, þið getið bara lesið um þau einhversstaðar annars staðar, það er nokkuð ljóst.
Ég er rosalega hugmyndasnauð um bloggefni í augnablikinu (er kannski of upptekin að einbeita mér að lærdómnum(í bubbles)) þannig ég ætla bara að segja þetta gott í bili. Kem með eitthvað betra næst :)
Vill einhver segja mér hvort það séu til jólamandarínur einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu? Ég er búin að leita um allt..fann einhverjar nokkrar í Nóatúni en þær voru ekkert spes..
ég kveð í bili
Svanhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.nóv
16.11.2008 | 13:37
ég þarf smá undirbúning til að byrja að blogga aftur.
hvernig væri að fá smá hvatningu ?
Held að það sé e-ð sem ég þarfnast ;)
Svanhildur K.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.nóvember
1.11.2008 | 12:50
Guð minn góður hvað Vörutorg er asnalegt, ég er með kveikt á því og það er beint fyrir framan mig ef ég lít upp af tölvuskjánum! Guuuð, þau eru að gera magaæfingar.. hvaað er vandamálið ?
Í augnablikinu er ég upp á Vallarheiði í rokinu að vinna í því að pakka niður. Ég er svo agalega léleg í að pakka niður og mér hreinlega leiðist það! En þetta verður maður víst að gera. Það kom mér á óvart hvað ég er með mikið dót, það er samt meiri hlutinn bara eitthvað smádót. Er ekki með neina stóra hluti. Vá, hvað verður gott að flytja í Mosfellsbæinn :) Það er svo gott að vera þar, hjá góða fólkinu.
Ég hef eiginlega ekkert um að blogga, langaði bara að láta vita af mér (halda áfram að þjálfa mig í að blogga) og drepa tímann meðan ég nenni ekki að pakka niður. Hah...
Vá, klukkan er að verða eitt! Þvotturinn sennilega tilbúinn til að fara í þurrkarann og allt að gerast.
Blogga betur næst.
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)