Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Próf?
30.4.2008 | 11:56
Þá er síðasti skóladagurinn á þriðja ári búinn! Notaleg tilfinning en samt ekki, afþví það eru öll prófin eftir! Þetta verður ótrúlega erfitt, ég er í öllum prófunum í röð. Allavega fæ ég minnsta tímann til að læra fyrir stærðfræði og sögu sem eru langt því frá að vera léttustu prófin.
Svona lítur prófataflan mín út:
2.maí: ENS403
5.maí: ÍSL503
6.maí: SAG203
7.maí: STÆ262
13.maí: ÞÝS 303
14.maí: LAN103
Það kemur reyndar ágætis frí milli stæ og þýs þannig ég get lært almennilega fyrir þýskuprófið. Sem er gooott því ég kann ekkert í þýsku.
Svo klára ég prófin 14.maí sem er afmælið hans Dodda Gamli..haha!
Útskriftarkrakkarnir voru að dimmitera í morgun og það var svooo fyndið! Kennarar að dansa magarena og svona, gerist ekki betra á miðvikudagsmorgni.
Svo er líka frekar nice að vera búin svona snemma í skólanum og eiga allan daginn eftir.
Ég elska Capacent Gallup,þau borga út á seinasta virka degi mánaðar ef fyrsti virki dagur er frídagur! Þannig ég fékk pening áðan.
Ætla að halda upp á það með því að fá mér að borða.. haha!
Vá, ég er komin með magarena lagið á heilann.. guð minn góður.
En ég ætlaði svosem ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég óska bara öllum góðs gengis í prófum, hvar sem þeir eru á landinu og munið að vera góð við allt og alla, þá gengur allt svo miklu betur:)
Ég sagði um daginn að ég myndi örugglega blogga eitthvað í prófatíðinni en ég er að hugsa um að sleppa því! Ætla bara að læra og læra .. og kannski læra líka smá. Er líka að fara á eftir með ráderinn í símann og láta loka fyrir netið. Þannig í sumar.. kemur í ljós! Ég nenni ekki að pæla í því.
Góðar stundir
Svanhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Góð helgi
27.4.2008 | 18:33
Ég er ekki nógu ánægð með ykkur! Þið eruð svakalega löt að skrifa athugasemdir hjá mér! Allir sem lesa eiga að skrifa athugasemd og þannig er það bara Takk.
En ég er búin að vera í Hrísey um helgina og hafa það rosa gott, rembast við að lesa Rokland, borða nammi, fara á konukvöld og fá geggjaðan mat..mmm! Vá hvað var góður maturinn. Svo var fólk að skemmta og það var bara snilld. Fengum líka fullt af snyrtivöruprufum og allskonar ráð og svona. Ég á reyndar örugglega aldrei eftir að snerta þessar prufur, seinast þegar ég fékk fullan poka af prufum var á Opnum dögum í VMA í byrjun apríl og ég hefekki snert það! Kannski ég fari að líta á þetta þegar ég kem heim.
Ég og Doddi skruppum út í eyju á fimmtudaginn og fórum á árshátíð grunnskólans. Reynir var að leika og syngja og bara gaman að fylgjast með honum. Svo var opið hús í nýja íþróttahúsinu hérna sem er verið að byggja og á að vera tilbúið í júní.
Sunnudagur í dag og algjör letidagur vægast sagt! Ekki búin að hreyfa á mér rassinn í allan dag. Fer á Akureyri með 9 ferju og ætla að reyna að eyða kvöldinu í lærdóm. Reyna að klára þessa blessuðu bók, Rokland. Ég á í voðalegum erfiðleikum með að lesa hana! Held það sé bara af því ég fékk svo stuttan tíma, ég er svoo hæglæs. Svo verður maður líka að leggjast yfir bækurnar alla vikuna því fyrsta lokaprófið er á föstudaginn og er það enskan! Gaman.
Ég er komin með vinnu í sumar, loksins. Verð á FSA að vinna í búrinu og ræstingum. Vá hvað það á eftir að verða gamaaaaan..... nei. Ég vona bara að það verði einhverjir skemmtilegir að vinna með mér svo ég verði ekki alveg þunglynd í sumar. Vinnutíminn er samt fínn, frá 9-5! Svo ég get unnið eitthvað á Gallup með þegar ég nenni
Ég fékk sms frá Elsu á föstudaginn um að Sæþór væri dáinn það var sko gullfiskurinn okkar.
En ég ætla ekki að hafa þetta langt að þessu sinni. Á örugglega eftir að gefa mér tíma í að blogga eitthvað í prófatíðinni.
Svanhildur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22. apríl 2008
22.4.2008 | 12:56
Hvorki meira né minna gott fólk!
Það er eitt sem ég skil ekki. Það er búið að vera brjálað gott veður í marga daga í röð! Meira en viku held ég bara. Svo á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og þá á víst allt að snúast við! Kólna,slydda og eitthvað bull? Skil þetta ekki. En svona er þetta. Vona bara að góða veðrið haldi svo áfram. Það er ekkert smá næs að geta bara labbað í skólann og á peysunni! Ótrúlega næs. Labbaði í skólann heiman frá Dodda í morgun á GOLLU!! Pældu í því. Og ég var þreytt eftir það því ég labbaði svo hratt! Lélegt form....
Annars þarf ég að lesa Rokland og ég var að velta fyrir mér hvort einhver hérna inni sé búinn að lesa þessa bráðskemmtilegu bók og langar svakalega að segja mér frá söguþræðinum í grófum dráttum svo ég geti hraðlesið hana Þarf að gera fyrirlestur úr henni fyrir þessa viku held ég!! Oh lord... Lítið að frétta svosum. Helgin var alveg æði í flesta staði. Á föstudaginn hittumst við stelpurnar, pöntuðum pizzu og horfðum á Bubba. Á laugardaginn VANN ég ... á Gallup! Það var geggjað næs að vinna á laugardegi! Hef nefnilega aldrei gert það áður:) Svo eftir það hitti ég family, fórum á Greifann og í heimsókn og svona. Svo um kvöldið hittumst við stelpurnar og horfðum á Ungfrú Norðurland saman. Sunnudagurinn var sniiilld! Byrjaði á því að fara í skírn og veislu. Svo var family aftur í bænum og þau fóru í keilu svo ég og Doddi pössuðum litla englabossann minn á meðan. Það var svoo gaman! Svo þegar við þurftum að skila honum fór ég með Dodda á mótorhjólið LOKSINS!!! Það var mjög gaman, ég var bara pínu hrædd.. held það verði miklu skemmtilegra næst þegar ég fer með honum!
En annars er bara frí í skólanum á fimmtudaginn eins og hjá flestum og við Doddi og amma ætlum að skella okkur út í eyju og fara á Árshátíðina hjá grunnskólanum, þar sem Reynir verður að leika eitthvað. Svo um helgina ætla ég út í eyju og hafa það rólegt. Læra kannski hmm....OG fara á Konukvöld á föstudaginn með múttunni minni. Það verður vonandi gaman.
En annars er ég í eyðu núna og það er geggjað veður úti. Ég ætla að drífa mig í sund meðan ég hef tíma.. OG btw ég ætla EIN í sund! Það verður næs, verð bara í sólbaði og kem tööönuð upp úr!
Ég bið að heilsa ykkur, ég gleymdi örugglega að segja eitthvað en það skiptir engu því þetta var hvort sem er ömurlegt blogg!
En ég vil samt sjá comment eins og síðast!!
Góðar stundir
Svanhildur jee..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alvöru blogg?
16.4.2008 | 12:30
Loksins loksins!
Ég er búin að ætla lengi að blogga en einhvern veginn hefur ekki gefist tími til þess.
Síðan ég bloggaði síðast hefur nú ekki margt gerst nema það að ég lá upp í rúmi. Svo merkilegt var það nú!
Ég talaði um að ég héldi að ég væri að verða veik, og það var sko heldur betur rétt hjá mér. Ég lá í rúminu frá miðvikudegi til sunnudags! Úff,það var hryllingur. Ég reddaði mér bara út í eyju til mömmu og pabba á miðvikudaginn, þegar ég sá fram á að fara ekki í skólann næsta dag, því það er miklu betra að vera heima hjá mömmu og pabba og láta þau stjana við sig heldur en að húkka í pínulítilli íbúð á Akureyri með núðlusúpu !! Enda fékk ég pínu dekur þegar ég var heima. Sem er bara mjög gott, ég meina maður er að verða gamall..
En eitt var reyndar slæmt við þetta, og það var að ég komst ekki á söngkeppnina! Ég var búin að kaupa miða og allt en svo komst ég ekki .. en ég náði sem betur fer að selja miðann minn svo þetta var ekki svo slæmt Horfði bara á þetta í sjónvarpinu, reyndar var þetta ekkert spes keppni þetta árið. Fannst voðalega fá lög eitthvað góð. En svona er þetta bara misjafnt.
Annars er ég svona að stíga upp úr pestinni núna, smá kvefdrulla eftir en þetta er allt að koma hjá mér!
Erum við að tala um að sumardagurinn fyrsti sé í næstu viku??? Já, heldur betur! Enda er líka SUMARveður úti! Ég fór meira segja bara á þunnri peysu í skólann. Heh, gáfulegt fyrir drullukvefaða manneskju!
Annars er bara voðalega lítið að frétta eitthvað. Eða kannski er ég bara svona léleg í að blogga. Æj, þið verðið eiginlega að segja mér það. COMMENTA. OG líka þú mamma!!
Mamma segist alltaf ætla að commenta svo gerir hún það aldrei.
Ég vil að allir commenti sem lesi, hvort sem þeir þekki mig vel eða illa. Mér er alveg sama, ég vil bara sjá comment frá öllum
Kannski er þetta frekja, en mér er alveg sama. Það er ekkert erfitt að commenta!
En jæjaa, ég fékk ekki vinnuna á Hólmasól. Mér fannst það mjög skrítið því ég fór í viðtal og allt. Svo segir hún að það hafi ekki verið laus staða, hversu vitlaust? Biðja mann að koma í viðtal þegar það er ekki laus staða? Gerir það einhver? Æ, ég var frekar bitur í gær þegar hún hringdi og sagði mér að þau ættu ekki lausa stöðu fyrir mig í sumar en ég fékk samt mjöööög góð meðmæli (sagt með tón). Pirrandi.
En ég hoppaði þá bara upp á FSA og ítrekaði umsóknina þar! Ég verð að fara að fá vinnu fyrir sumarið,þetta gengur ekki! Ég er bara þannig manneskja að ég þarf að plana allt með fyrirvara. Og mér finnst mjög óþægilegt að vita ekki hlutina fyrr en á seinustu metrunum.
Annars um helgina verður gaman, vonandi. Á föstudaginn er planið að hittast stelpurnar og panta pítsu og horfa á úrslitin í Bandinu hans Bubba, Eyþór vinnur! Ég held það. Samt elska ég Adda. Og svo á sunnudaginn erum við Doddi að fara í skírn hjá Birki&Jóhönnu! Það verður krúttlegt.
Annars ætla ég að segja þetta gott, þar sem ég verð að hafa eitthvað að segja næst. Ég ætlaði nefnilega að vera ótrúlega dugleg að blogga.
Takk fyrir mig
Svanhildur, mér þætti rosa vænt um comment
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Týpíst
9.4.2008 | 15:46
Hæhæ, ég sé að fólk er duglegt að commenta á nýja bloggið mitt. Embla án efa kröftug í að kvitta! En allavega, ég ætlaði bara að koma með smá svona fréttablogg. Svo ég byrji nú á þessu týpíska umræðuefni. Ég er ekkert smá ánægð með veðrið sem er búin að vera hér á Akureyri undanfarna daga, reyndar frekar kalt síðustu tvo en nánast engin snjókoma sem ég er mjög sátt við. Mér finnst alveg vera kominn tími á smá vor í loftið! Og það fékk ég um helgina, laugardagurinn og sunnudagurinn voru geeðveikir, það var bara steikjandi sól og allt brjálað. Fór meira að segja í sund báða dagana og það var þvílíkt nice, fyrir utan alla litlu krakkana sem völdu að hoppa ofan í pottinn nákvæmlega akkúrat þar sem við sátum. Flott!
En annars er bara fátt að frétta, stutt í prófin og þá meina ég ekkert smá stutt!! Þið trúið þessu bara ekki, það eru ca. þrjár vikur í að þetta skelli á. En það verður sko miklu meira en noootalegt! mmh.. get ekki beðið eftir sumarfríinu. Talandi um sumarið, ég er að fara í viðtal á MORGUN á Hólmasól og ég vona svo innilega að ég fái vinnuna þar. Annars var hringt í mig frá FSA í fyrradag og spurt mig út í einhverja hluti og svo sögðust þau ætla að heyra í mér þannig ég veit ekki með það. En ef ég fæ vinnuna á morgun á Hólmasól þá ætla ég sko klárlega að taka hana.
Og ég er sko mjög spennt að fara í þetta viðtal.
Reyndar smá vandamál, ég held að ég sé komin með einhverja pestardruslu. Alveg týpíst afþví ég er að fara í viðtal á morgun þar sem ég vil vera mjög fín og sæt. Neinei, ég mæti bara í náttfötum og með hárið út í loft og fárveik. Vá hvað það væri aðlaðandi! Neiinei, ég vona að þetta sé ekki eitthvað mikið. Annars ætla ég að fara að leggja mig núna og ath hvort ég nái að hrista úr mér pestina. Svo er bara að hella sér í námsbækurnar, próf á morgun og föstudaginn.
Vá, ég gleymdi að minnast á aðaldæmið!
Söngkeppni framhaldsskólanna er um helgina, á laugardaginn nánartiltekið, og ég ætla að fara =) Ég hlakka svoo til afþví þetta var svo skemmtilegt síðast, vona að það verði jafn gaman núna. En allir sem vilja mæta, drífa sig að kaupa miða, það er takmarkaður fjöldi!! Go go go!
Jæja, ég er farin að leggja mig:)
Svanhildur -svo vil ég sá athugasemdir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Loksins komin á Moggabloggið
8.4.2008 | 23:58
Mér fannst þetta voðalega spennandi eitthvað. Er búin að vera að skoða ýmsa möguleika í þessum málefnum og held mér hafi litist hvað best á þennan kost, moggabloggið.
Ég hef nefnilega ákveðið að byrja að blogga aftur, fyrir alvöru. Ég ætla að reyna að hafa færslurnar eitthvað örlítið lengri en bara 5 línur og hafa kannski ( vonandi ) eitthvað gáfulegt að segja ykkur.
Vonandi á einhver eftir að nenna að lesa þetta sér til skemmtunar og yndisauka.
Annars ætla ég bara að hafa þetta 5 línur í þetta skiptið því klukkan er orðin svo margt og ég er að spá í að koma mér í bólið svona hvað á hverju.
Segi fréttir í næsta bloggi.
Svanhildur (tilfinningatáknið "töffari") Er ekki annars töff að vera með moggablogg?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)