do you remember

Ég vildi bara koma með smá blogg svona í tilefni þess að mér leiðist.

Fyrsti skóladagurinn var í dag, byrjaði svo vel að ég ætlaði aldrei að finna húsið þar sem við áttum að mæta, vel gert Svanhildur!
En þetta varð allt betra þegar ég komst loksins á staðinn.
Dagurinn var rooosalega góður og ég er miiklu meira en ótrúlega spennt að byrja þetta nám og þetta er bara mjög áhugavert. Fyrri partur dagsins fór í að kynnast náminu og kennurum, og svo eftir hádegi fórum við í hópefli hjá Capacent. Það var bara snilld, fórum í allskonar leiki og kynntumst hvor annarri ágætlega, hehe.
Það var semsagt frekar mikil þreyta í gangi hjá mér eftir skóla, freekar mikil. Ég var aalveg að sofna hérna heima en vildi ekki sofna svo ég gæti farið snemma að sofa í kvöld þannig í fór út að hjóla =) Fékk mér einn hjólahring og kom við í búðinni, þar keypti ég eitthvað sull sem kostaði um 1000 kall, og ég var bara með 1000 kall á mér. Málið var að ég ætlaði að fá poka undir þetta sull og þegar konan var búin að stimpla inn allt sullið OG pokann þá kostaði þetta 1000 og EINA KRÓNU!!!! ég sagði eitthvað; "Æjh, ég er ekki með nóg" (og skilaði pokanum, bara af kurteisi). Og hún gaf mér til baka 14 krónur! Sérstakt!! Hefði ekki verið gáfulegra að gefa mér þessa einu helv... krónu og græða þar 13 krónur? :D ahahhaa.. En ég bjargaði mér og setti allt sullið í tvo svona litla glæra poka. Það slapp heim, ég á líka bara heima beint fyrir aftan búðina. En mér fannst þetta dáldið fyndið :)

Hefur einhver heyrt um heræfingarnar sem eru hérna uppá velli ? Það er allavega ótrúlega fyndið að sjá hermenn hérna spriklandi um Grin Þetta er alvöru sko, hermannabúningar og meira að segja svona hermannahattar.. æ svona eins og Emil í Kattholti var alltaf með, nema bara í hermannalit! Ótrúlega töff.. hehe. Svo eru engin SMÁÁÁ læti í þessum herflugvélum, váá! Og ekkert smá fyndið að sjá þær uppí loftinu, fara svo óóótrúlega hratt, manni finnst bara eins og það sé fugl að fljúga bara rétt hjá manni en þá er flugvélin þarna leeengst í burtu, sko á ljóshraða! Fyndið.
En ég hef svosem ekkert meira að segja í daag, langaði bara aðeins að segja frá deginum því hann var fráábær! Og á morgun förum við í rútuferð ... hehe! Veit ekki meir...
En ég ætla bara að bjóða góða nótt í bili.

Svanhildur KristínardóttirInLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

váááá gat manneskjan ekki bara gefið þér þessa eina krónu einmitt.. Hahahaha váá spes!
En þú hefur það bara gott ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Ég er sammála þér Andrea, freeekar spes

En  já, ég las bloggið OG kommentaði!  mjög stolt

Embla Ágústsdóttir, 3.9.2008 kl. 16:28

3 identicon

Góðan og blessaðan

það var vitið þitt að fara frekar út að hjóla heldur en að leggjast í fletið:) það er gott að heyra að námið leggst vel í þig, þú átt eftir að standa þig vel, það veit ég:) bestu kveðjur frá múttunni þinni.

mamma (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:52

4 identicon

Hæhæ ..:) Loksins þegar ég er komin í tölvusamband verð ég að vinna upp allt sem ég hef misst úr. hehe.. En það er gott að heyra að þetta sé fínt þarna hjá þér.. :) en þú verður að taka myndir af hermönnunum ;) Hahh.. og já.. þessi pokakona er nú alveg ótrúleg..haha :D

já.. ég veit ekki hvað ég á að segja meira í bili.. en haltu endilega áfram að blogga.. gaman að fylgjast með þér úr fjarlægð..hehe

Sigríður Ýr (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband