Never look down on anybody unless you're helping him up

Semsagt, það er brjálað veður!!
Við eurm að tala um STORM í aðsigi. Einhver talaði um að þetta væri Ike? Jæja, mér er sama hvað vindurinn heitir, hann er ekki sniðugur. Ég veit ekkert verra en mikinn vind.. ég verð einfaldlega bara skíthrædd. En mjöög lítið sem maður getur gert í því, því miður. Það er bara eins gott að þetta verði allt saman búið á föstudaginn því þá á ég flug norður ! Ég verð ekki hress ef því seinkar eða eitthvað=(
Jæja, þriðjudagur í dag. Fór í Bónus í dag með Margréti og verslaði heeeelling!
Gott að eiga fullt af mat.
Vinna á morgun, próf á fimmtudaginn! Ég er að spá í að taka mat með mér í skólann og vera bara í skólanum í hádeginu og læra fyrir prófið þar sem ég á ekki eftir að nenna því eftir vinnu á morgun. Svo reynir maður að skoða þetta eitthvað eftir skóla á morgun.
Í þessu prófi eigum við að læra nokkrar skammstafanir og hugtök! Þetta er smá erfitt en gaman =)
Já, svo ég segi kannski frá amstri dagsins..
mér tókst að læsa mig úti í fyrsta skipti í veru minni á Suðurbraut. Og við erum að tala um að ég kom heim í hádeginu og var roooosa hissa að kortalykillinn var ekki í veskinu mínu! Ég fór að brasa að reyna að hringja í Keili skrifstofuna en neinei, þau þurfa öll að vera í hádegismat á SAMA tíma í klukkutíma í einu!! Svo að Margrét bauð mér í hádegismat og ég reddaði þessu þegar við komum heim úr Bónus. En vandamálið er að það kostar FJÖGUR þúsund að fá einn lítinn kall til að koma á ljóta bílnum sínum, labba upp stigann hjá mér og opna íbúðina mína með nákvæmlega eins korti og ég á (pínulítið, hvítt, flatt og ljótt kort sem er ekkert mál að framleiða) og labba svo í burtu niður í ljóta bílinn sinn og fara aftur í plebba vinnuna sína.
Ein bitur, haha!
En í alvöru, ég sé pínu eftir þessum 4 þúsund kalli bara afþví að ég var dáldið utan við mig í eitt skipti. Svo kom ég heim og þá fann ég hvorugt kortið! hahahaha, ég hugsaði bara óóó sjitt hvar eru þau !! Ég leitaði smá og fann þau svo í sitt hvorri peysunni inni í fataherbergi. Gáfulega ég, ég fór aðeins í ræktina í gær með Guggu og tók einungis símann minn og kortið af íbúðinni með. Gleymdi svo að taka það úr ræktarpeysunni. Svo í gærkvöldi var ég að þvo allskonar þvott og þurfti alltaf að fara útúr íbúðinni að tékka á vélinni og var í annarri peysu og geymdi kortið alltaf í vasanum þegar ég fór út og þar var það enn. Haha!
Já, þetta er kannski farið að verða frekar langt blogg þannig ég segi þetta bara gott í bili.
Ég ætla að fara að koma mér fyrir í rúminu og hlusta á fallega vindinn hvína á húsinu mínu.. Ohh, svo yndislegt..... NOT!

Bestu kveðjur,
Svanhildur Whistling 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

hahahahha ég hló ekkert lítið upphátt með  lýsinguna þína hjá þessum kalli sem þú eyddir 4000 kr í :')
Velkomin í hópinn hjá fólki sem læsir sig úti!!
Hlakka til að sjá þig ;*

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:59

2 identicon

Góð fyrirsögn hjá þér. Æi ég var svo mikið að hugsa til þín í gærkvöldi, minnug þess  hvað þér er illa við storm, vonandi fer að lægja bráðum:)
ég hlakka svo mikið til föstudagsins, það verður yndislegt að hitta þig:) hafðu það gott Svanhildur mín og gangi þér vel í prófinu.
Kveðja mamma.

mamma (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:47

3 identicon

Hey, 4000 er 1000 minna en 5000... þú hélst fyrst að það væri fimmari... lúkk att ðe brægt sægt ;) Knús og koss af Raufinni!

Ásrún Ýr (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 12:52

4 identicon

Vá, ertu komin í flugfreyjunám? :) ég er svo léleg að fylgjast með.. en spennandi samt! er það einn vetur eða hvernig er það? og verðið þið Doddi bara í fjarbúð?

Bergþóra (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:29

5 identicon

heeh já við erum í "fjarbúð" :') hehehe..
þaað er ekki gaman, en það reddast=)

svanhildur (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:15

6 identicon

Jaaá, ég veit, ég er í sama pakkanum einmitt, mér finnst það alveg ömurlegt ;/..

Bergþóra (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband